Lífsmennt

Leikskólastarf og leikskólauppeldi byggir á sérstökum uppeldisaðferðum og sérstakri hugmyndafræði. Þeir sem vinna að leikskólauppeldi sækja hugmyndir til kenninga, rita og rannsókna ýmissa fræðimanna um það hvernig börn læra og þroskast.

Álfaheiði vinnur í anda námsefnisins Lífsmenntar (Living Values). Námsefnið er ávöxtur alþjóðlegs verkefnis sem unnið var í tilefni 50 ára afmælis Sameinuðu þjóðanna árið 1995. Verkefnið fólst í því að beina athygli manna að jákvæðum alheimsgildum undir yfirskriftinni, Deilum gildum okkar til að skapa betri heim sem Álfaheiði hefur gert að einkunnarorðum sínum. Með Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi var lagður grunnur að markmiði og hlutverki  lífsmenntakennslunnar.

Skólar sem vinna með gildi leggja aðaláherslu á jákvæðni, gleði og kærleiksrík samskipti. Gildunum er fléttað á fjölbreytilegan hátt inn í námið með það að markmiði að undribúa nemendur betur undir lífið.

Kennarar um allan heim er hvattir til að byggja á ríkri menningararfleið sinni þegar þeir flétta námsefnið og gildin inn í starfið og það hefur Álfaheiði haft að leiðarljósi.

Leikskólinn fékk viðurkenningu frá Values-based Education Trust (VbE) samtökunum fyrir gæða lífsmenntastarf árið 2011, 2014 og 2017.

Í Álfaheiði er unnið með eftirfarandi gildi yfir tveggja ára tímabil:

Skólaárið 2022 - 2023 Skólaárið 2023 - 2024
Friður
ágúst, september, október
Virðing
ágúst, september, október
Kærleikur
nóvember, desember, janúar
Samvinna
nóvember, desember, janúar
Umburðarlyndi
febrúar, mars, apríl
Ábyrgð
febrúar, mars, apríl
Hugrekki
maí, júní, júlí
Þakklæti
maí, júní, júlí