Börn eru félagsverur sem nota ýmsar aðferðir til að tjá sig og eiga samskipti við annað fólk. Læsi, í víðum skilningi þess orðs, er mikilvægur þáttur samskipta og felur í sér að búa yfir þekkingu og leikni til að skynja, skilja, túlka, gagnrýna og miðla. Hér átt við talmál, myndmál, ritmál, tölur og önnur kerfi tákna sem hjálpa börnum að lesa í umhverfi sitt og nota tungumálið á fjölbreyttan hátt.

Á fyrstu æviárunum fer máltaka barna fram. Rannsóknir sýna að ef lesið er fyrir börn frá unga aldri eykur það velgengni þeirra í námi síðar meir á ævinni.

Hér er Stefna um mál og læsi Álfaheiðar