Deilum gildum okkar til að skapa betri heim 

Leikskólinn Álfaheiði hlaut styrk í Erasmus+, flokknum Nám og þjálfun fyrir verkefnið „Deilum gildum okkar til að skapa betri heim“. Úthlutað var í fyrsta sinn úr Erasmus+, nýrri styrkjaáætlun ESB á sviði mennta, æskulýðsmála og íþrótta. Styrkurinn fól í sér heimsóknir starsfólks leikskólans skólaárin 2014 -2015 í skóla í Evrópu þar sem fylgst var með fjölbreyttum kennsluaðferðum og nálgun í vinnu með jákvæð gildi í skólastarfi.    

Efling og menntun starfsfólks og kennara var aðalmarkmið leikskólans með verkefninu, þar sem sí- og endurmenntun er mikilvægur liður í starfsþróun. Einnig teljum við mjög mikilvægt að byggja upp gott tengslanet í Evrópu þar sem hægt er að skiptast á ráðgjöf, stuðningi og hugmyndum. 

Í október 2015 útgáfunni af Skólavörðunni var birt grein um Erasmus+ verkefnið.