Í leikskóla er gaman

Leikskólastigið er fyrsta stig skólakerfisins og upphaf formlegrar menntunar einstaklinga. Leikskólaaldurinn er mikilvægur tími náms og þroska. Í samstarfi við foreldra kappkostar leikskólinn að veita öllum börnum tækifæri til að njóta bernsku sinnar ásamt því að stuðla að öryggi þeirra og vellíðan. Lögð er áherslu á styrkleika barna og hæfni og að litið er á þau sem fullgilda þátttakendur í samfélagi leikskólans. Í leikskólastarfi mynda hugtökin uppeldi, umönnun og menntun eina heild þar sem börnunum er sýnd virðing og umhyggja.