Einkunnaorð leikskólans

"Deilum gildum okkar til að skapa betri heim."

Leikskólinn Álfaheiði er fjögurra deilda, 600 fm að stærð, rekinn af Kópavogsbæ. Hann tók til starfa 1. desember 1990 og er nafn hans dregið af þeirri götu sem hann stendur við. Leikskólinn er staðsettur á sunnanverðum Digraneshálsi og er stutt í skemmtileg útivistarsvæði s.s. Kópavogsdal og staði sem tengjast sögu bæjarins og þjóðtrúnni um álfa. 

Í leikskólanum dvelja 79 börn með mismunandi langan dvalartíma.

 

https://vimeo.com/343263012

Leiðarljós leikskólans

Starfsfólk leikskólans hefur þá trú að börn séu skapandi og getumiklir einstaklingar og það sé mikilvægt að skapa þeim áhugavert umhverfi, jafnt innandyra sem utan, þar sem leikurinn fær að njóta sín. Starfsfólk telur að börn þroskist best í jákvæðu, öruggu, hlýju og tilfinningaríku umhverfi þar sem borin er virðing fyrir þeim og skoðunum þeirra. Lögð er áhersla á hlýlegt og örvandi umhverfi og er leikskólinn skreyttur með listaverkum eftir börnin. 

Arkitektar leikskólans eru Sigurður Harðarson og Magnús Skúlason. Lóðina hannaði Auður Sveinsdóttir og merki leikskólans hannaði Anna Þórdís Guðmundsdóttir. 

Álfaheiði - Kort