Value Based Education

Sími 4415400

Forsíðumynd 1


Forsíðumynd 2


Forsíðumynd 4


Forsíðumynd 3


Fréttir og tilkynningar

Dagur íslenskrar náttúru - 17.9.2019

Fátt hefur mótað íslenska þjóð eins og náttúran. Íslendingar hafa aðlagað líf sitt samspili elds og ísa, dyntóttum veðurguðum og kröftugum sjávarföllum. Um leið hafa þeir notið alltumlykjandi náttúrufegurðar og haft lífsviðurværi sitt af ríkulegum gjöfum náttúrunnar. Við héldum upp á Dag íslenskrar náttúru með því m.a. að teikna í náttúrunni. Börnin teiknuðu sig sjálf og náttúruna sem þau sáu í garðinum. Þau límdu einnig á blað laufblöð og greinar sem þau fundu í garðinum.  

Mosaiceda2a4dc41dae8205d2b87941d84c158e912cc37

Fagnaðarfundur - 6.9.2019

Við komum öll saman á sal í morgun og kvöddum gildið Hugrekki og fögnuðum nýju gildi Virðing. Að venju sáu elstu börnin um undirbúning, skipulagningu og framkvæmd fagnaðarfundarins. Þau stóðu sig alveg svakalega vel.

Virding

Skóladagatal 2019-2020 - 20.8.2019

Út er komið nýtt skóladagatal Álfaheiðar. Nú er upplagt að prenta það út og setja á góðan stað svo ekkert gleymist. Eins og sjá má þá verða skipulagsdagar skólaársins sem hér segir:

Föstudagur 27. september 2019
Fimmtudagur 21. nóvember 2019
Fimmtudagaur 2. janúar 2020
Mánudagur 23. mars 2020
Föstudagur 22. maí 2020

Dagatal_1566299066921

Velkomin í leikskólann - 15.8.2019

Við höfum opnað að nýju og bjóðum alla velkomna í leikskólann okkar. Við höfum hafið aðlögun nýrra barna og gengur það mjög vel. Eldri börnin hafa verið að aðlagast nýjum aðstæðum líka á eldri deildum. Starfið í leikskólanum mun næstu vikurnar einkennast af því að allir eru að aðlagast og ná fótfestu í umhverfi leikskólans. Við erum svo heppin hér í Álfaheiði að hafa stóran kjarna fastra starfsmanna og nú eru að bætast við í hópinn nokkrir nýir. Við bjóðum þá sérstaklega velkomna í hópinn. Sumarstarfsmennirnir okkar verða flestir til mánaðarmóta. 

Börnin á Lundi nýttu góða veðrið í dag til þess að tína ber af trjánum í garðinum, bæði rifsber og sólber. Þau útbjuggu svo sultu og ætla með krukkurnar heim til þess að bjóða fjölskyldum sínum. 

Mosaic8a5b64fed535abb326cf4e2bd6057ec96ac36c9a


Sumarfrí - 12.7.2019

Við erum komin í sumarfrí og opnum kl. 13 fimmtudaginn 8. ágúst 2019. Vonum að þið hafið það sem allra allra best í sumarfríinu.


Fréttasafn


Atburðir framundan

Skipulagsdagur 27.9.2019

LOKAÐ í dag vegna skipulagningar vetrarstarfsins. 

 

Fleiri atburðirÞetta vefsvæði byggir á Eplica