Námskrá leikskólans Álfaheiði.
Námskrá leikskólans byggist á aðalnámskrá leikskóla frá 2011, lögum og reglugerðum fyrir leikskóla, og aldursskiptum námskrám leikskóla Kópavogs.
Námskráin fjallar um þau gildi sem starf leikskólans byggist á og þá hugmyndafræði sem tekið er mið af. Í námskránni koma einnig fram þær áherslur og leiðir sem leikskólinn fer í samskiptum við börn, starfsfólk, foreldra og nærsamfélagið. Tilgangur hennar er að skipuleggja uppeldi og nám barna, stuðla að skilvirkari starfi, gera leikskólastarfið sýnilegra.