Mmmm... namm! Hér setur matráðurinn okkar inn uppskriftir sem eru börnunum og starfsfólkinu að skapi.
Bakstur
Normal brauð
2 ½ dl heitt vatn
1 bolli hrein ab mjólk
1 bréf ger eða 1 msk
1 ½ tsk salt
4 ½ dl hveiti
4 ½ dl rúgmjöl
Vatni og ab mjólk blandað saman svo það verði volgt.
Öllum þurrefnum blandað saman og svo vökvanum bætt út í, þetta er hnoðað vel og látið lyfta sér í amk.30 mín.
Þá er degið slegið niður og mótuð 2 brauð, látið lyfta sér í 15 mín.
Bakað við 200 gráður í 35 mín
Þetta er vinsælt brauð hjá börnunum
Kotasælubollur
500 gr. heilhveiti
500 gr. hveiti
1,5 tsk. salt
5 msk. þurrger
1 stór dós kotasæla
5 dl volg mjólk
0,5 dl olía
Allt hnoðað vel saman, látið hefast á hlýjum stað, gott að setja heitt vatn í vaskinn og láta skálina standa ofan í ca 30 – 40 mínútur.
Mótið bollur og látið þær hefast á plötunni í 20 – 30 mínútur. Penslið bollurnar með eggi og stráið fræjum yfir.
Bakað við 200° í 12 – 15 mín.
Kryddbrauðið okkar góða
120 gr. heilhveiti
120 gr. hveiti
160 gr. sykur
2. tsk. matarsódi
3/4 tsk. kanill
3/4 tsk. negull
1/8 tsk. egnifer
2. egg
0.8 dl. olía
2 dl. mjólk
Allt hráefni sett í skál og þeytt þar til deigið er slétt og fínt.
Bakað í 28 cm formi við 175°C í 45 mín.
Fljótlagað brauð
6 dl heilhveiti
7 dl hveiti
1 msk sykur
2 dl sólblómafræ
1 ½ dl sesamfræ
½ dl hörfræ
2 msk lyftiduft
1 tsk natron
1 tsk salt
2 msk olía ( isio 4 )
5 dl léttsúrmjólk
2 ½ dl kalt vatn
Öllu hráefninu blandað varlega saman með sleif. Bakað við 180° í 50 mín.
Gott að pensla brauðin með vatni áður en þau eru bökuð.
Þessi uppskrift dugir í 2.brauð, bökuð í vel smurðum jólakökuformum.
Hversdags bollur
500 gr hveiti
400 gr heilhveiti
1 tsk salt
2 bréf þurrger
2 tsk sykur
6 dl volgt vatn
1 dl olía ( isio 4 ).
Allt hnoðað vel saman, látið hefast á hlýjum stað.
Gott að setja heitt vatn í vaskinn og láta skálina standa ofan í ca 30 – 40 mín.
Mótið bollur og látið þær hefast á plötunni í 20 – 30 mín.
Bakað við 200° í 12 – 15 mín.
Góðar nýbakaðar með t.d. súpum og pastaréttum.
Bollur með hveitiklíð
6 dl heilhveiti
6 dl hveiti
2 dl hveitiklíð
1 tsk salt
4 msk sykur
8 msk olía ( isio 4 )
3 dl vatn
2 dl mjólk
1 bréf þurrger
1 dl sólblómafræ eða fjölkorrnablanda, má sleppa.
Vökvinn hitaður í 37° ( fingurvolgt).
Allt hnoðað vel saman, ef deigið er of blautt er smá hveiti bætt við þannig að deigið festist ekki við skálina.
Látið hefast á hlýjum stað, gott að setja heitt vatn í vaskinn og láta skálina standa ofan í ca 30 - 40 mín.
Mótið bollur og látið þær hefast á plötunni í 30 mín. Bakað í 12 – 15 mín við 200°
Hrökkbrauð
3 1/2 dl spelt
1dl haframjöl
1dl sólblómafræ
1dl graskersfræ
1dl hörfræ
1dl sesamfræ
1 1/4 dl olía
2 dl vatn
2 tsk salt
1 dl kókosmjöli ( má sleppa )
1 dl grófum kókosflögum ( má sleppa )
Bæti við olíu og/eða vatni ef að deigið er of þurrt. Einnig gott að setja rúsínur og döðlur. Gott að setja gróft salt ofan á eða parmessan ost. Deigið flatt þunnt út og skorði í litla bita. Bakað í 15. -20. mín. við 200°.
Hollt og gott hrökkbrauð
4 dl haframjöl
4 dl sólkjarnafræ
2 dl sesamfræ
2 dl graskersfræ
5 dl hörfræ
8 dl kalt vatn
1 tsk salt
Blandið öllu þurrmetinu í skál. Bætið vatninu og saltinu í og hrærið saman. Látið standa og bíða í 10 mínútur. Dreifið blöndunni á tvær klæddar bökunarplötur og jafnið út með sleikju. Bakið v/175°C á blæstri í 50 mín. eða 180°C án blásturs í 60 mín. Eftir 10 mínútur, takið þá plöturnar úr og skerið passlega pita með pizzuskera. Bakið áfram í áðurnefndan tíma. Ég geymi gjarnan bitana í boxi í frysti.
Bollurnar hennar Elínar
Þetta er stór uppskrift sem þið getið minnkað t.d. um helming.
10 msk. þurrger
2 kg. hveiti
2 kg. heilhveiti
4 msk. sykur
1 msk. salt
1 krukku sólþurrkaðir tómatar sem eru saxaðir smátt (olían sigtuð frá og geymd).
3 dl. olía + tómatolía = ca. 4 dl. olía
Það má setja hvítlauksduft, oregono eða hvað sem hugurinn girnist út í.
Rúmlega 2 lítrar volgt vatn.
Hnoða allt mjög vel saman, láta hefast í klukkustund og móta svo bollur og pensla þær með olíu ef vill. Láta hefast aftur í ca. 30 mín. Gott að geyma smá tómatolíu eða nota venjulega olíu og pressa smá hvítlauk út í og oregano krydd og pensla og æðislegt að setja rifinn ost yfir bollurnar. Bakist við 200 gráður í 13 mín.
Skonsurnar
2 bollar hveiti
1 bolli fínmalað speltmjöl
½ bolli sykur
6 tsk lyftiduft
3 egg
1 tsk salt
½ l mjólk
1 dl olía ( isio 4 ).
Þurrefnum blandað saman í skál. Eggjum, mjólk og olíu er blandað saman í annari skál og piskað létt. Vökvanum er svo hrært saman við þurrefnin, byrja á ca helmingnum af vökvanum, hræra vel og restin svo smátt og smátt þar til deigið er orðið slétt og kekklaust. Bakað á miðlungs heitri pönnu.
Bestar nýbakaðar með smjöri og osti.
Súpur og salöt
Ítölsk grænmetissúpa
2 laukar
4 hvítlauksrif
3 gulrætur
1 lítil rófa
1 lítill blómkálshaus
5 kartöflur
1 dós niðursoðnir tómatar
1 dós tómatpúrra
1 flaska tómatdjús
1 grænmetisteningur
1 nautateningur
1 bolli pastaskrúfur
2 l vatn
1 tsk salt
½ tsk svartur pipar
1 msk majoram.
Laukurinn saxaður smátt og hvítlaukurinn pressaður, látið krauma í olíu í stórum potti. Allt annað grænmeti er flysjað og skorið í hæfilega bita, gulrætur í þunnar sneiðar, kartölur í litla teninga , rófur í litla teninga og blómkálið slitið sundur í litla bita. Þessu er öllu bætt út í laukinn og kraumað með í nokkrar mín. Nú er vatninu, teningunum, kryddi, tómatdjúsi, niðursoðnum tómötum og tómatpúrru bætt út í pottinn og þetta soðið í 30 mín. Þá er pastaskrúfunum bætt út í og soðið áfram í 15 mín.
Borið fram með nýbökuðu brauði og smjöri.
Austurlensk kjúklingasúpa
4 Hvítlauksrif
½ chilipipar, rauður
1 msk smátt söxuð engiferrót
1 rauð paprika
1 msk karrí
1 dós kókosmjólk
1 ½ l vatn
1 pk núðlur
3 – 4 kjúklingabringur
Salt og grænmetiskraftur
Allt grænmeti er smátt saxað og mýkt í olíu, karrídufti stráð yfir og steikt áfram í stutta stund.
Kókosmjólk, vatni, salti og krafti bætt við og látið malla í 15 mín.
Kjúklinga bringur eru skornar í strimla og þeim bætt út í og látið malla áfram í 15 mín,
Þá eru núðlurnar brotnar niður og þeim bætt í pottinn og látið malla í 10 mín í viðbót.
Smakkað til og bætið meira af krafti og salti eftir þörfum.
Kjúklinga / Fiskisúpa
4 hvítlauksrif
1 laukur
4 gulrætur
¼ hvítkálshaus
2 tsk karrí
2 tsk cumin
2 tsk timian
1 tsk salt
1 dós niðursoðnir tómatar
1 dós tómat púrre
1 dós kókosmjólk
Ca 2 l vatn
Smátt brytjað grænmeti er mýkt í olíu smástund, öllu kryddi bætt við og látið krauma nokkrar mín. Þá er öllu öðru hráefnii blandað saman við og látið malla í 20 – 30 mín.
Svo að lokum er bætt við kjúklingastrimlum eða fiski t.d. lúðu, löngu eða laxi.
Kjúklingurinn þarf ca 20 mín suðu en fiskurinn ca 10 mín.
Einnig má nota eldaðan kjúkling og þá er nóg að hita hann í ca 5 mín í súpunni.
Grænmetis og / eða kjúklingakraftur notaður eftir smekk.
Gúllassúpa
500 gr nauta gúllas
2 laukar
1 rauð paprika
5 kartöflur
4 gulrætur
3 hvítlauksrif
1 dós tómat púrre
Salt, svartur pipar
1 tsk oregano
2 tsk paprikuduft
1 ½ l vatn
1 teningur nautakraftur
Léttsteikið gúllas og lauk og kryddið, bætið vatni í pottinn og látið sjóða í 40 mín.
Bætið öllu grænmetinu sem er búið að skera í hæfilega bita út í og einnig krafti og púrre og látið malla í 30 mín til viðótar.
Æðislegt kjúklingasalat
4 kjúklinga bringur
Spínat og klettasalat ca ½ poki af hvoru
5 bacon sneiðar, skornar í bita og steiktar
½ gúrka
10 konfekt tómatar
Slatti af vínberjum
¼ hunangs melóna
½ rauðlaukur
½ krukka fetaostur
½ poki nachos, má sleppa
Salt og svartur piar
Bringurnar skornar í bita og steikar upp úr olíu og kryddaðar með salti og svörtum pipar.
Fært yfir á disk og látið kólna.
Allt salat er sett í stóra skál eða fat, niður brytjuðu grænmeti og ávöxtum er dreyft yfir ásamt bacon bitum, nachos og fetaosti, ekki olíunni af ostinum.
Nú er kjúklinga bitunum dreyft yfir allt og salatið er klárt !
Góð dressing með salatinu, eiginlega ómissandi.
4 msk barbeque sósa, 4 hvítlauksrif pressuð
3 msk hunang, 3 msk balsam edik, 2 msk olía af fetaostinum
Öllu blanað vel saman og borð fram með salatinu.
Fiskur
Fiskibollur:
1. kíló ýsu eða þorskhakk
8 msk heilhveiti
4 msk. kartöflumjöl
3 tsk salt
1 tsk. pipar
2 egg
2 tsk. lyftiduft
2 dl ab mjólk
4 gulrætur rifnar
4 hvítlauksrif pressuð
2 laukar saxaðir
4 msk. steinselja söxuð eða þurrkuð.
Öllu hráefninu blandað vel saman, gott að geyma í ísskáp í klukkutíma eða svo.
Móta bollur eða buff og steikja á pönnu þar til þær eru steiktar í gegn.
Gott með hrásalati: Hvítkál og gulrætur rifið niður, 1 dós sýrður rjómi og 1 dós ananaskurl hrært saman og blandað við grænmetið. Gott að láta standa svolitla stund í ísskáp.
Dressing: Sýrður rjómi, smátt saxaður hvítlaukur og söxuð steinselja. Má salta og pipra ef vill.
Við notum oft laukfeiti: Olía hituð í potti og saxaður laukur mýktur aðeins og svo er smjörlíki eða smjörva bætt út í og þetta aðeins látið krauma.
Fiskur í ofni
2. ýsuflök
1. bolli hrísgrjón
½ ferna súrmjólk
½ dós sýrður rjómi
½ dós kotasæla ( lítil )
2 – 3 msk majónes, 1 – 2 msk karrý
1 lítil dós ananas
salt, sítrónupipar
Rifinn ostur
Hrísgrjónin eru soðin og sett í botninn á smurðu eldföstu móti. Fiskurinn skorinn í hæfilega bita og honum raðað ofan á hrísgrjónin og kryddaður með salti og sítrónupipar. Súrmjólk, sýrðum rjóma, majónesi og kotasælu er hrært vel saman og karríinu bætt við. Sósan er svo þynnt út með ananassafanum og henni hellt yfir fiskinn. Ananasbitunum er svo raðað ofan á sósuna og að lokum er rifni osturinn settur yfir.
Bakað í ofni í 30 mín við 190°. Gott með fersku salati.
Ellu réttur
2 ýsuflök
1 epli
1 laukur
3 hvítlauksrif
1 dós niðursoðnir tómatar ( hakkaðir ) og 1 dós tómatpúrra
¼ l rjómi, má einnig nota matreiðslurjóma ef menn vilja.
Salt, karrý, sítrónupipar.
Grænmetið skorið smátt og léttsteikt á pönnu. Niðursoðnum tómötum, tómatpúrru og rjóma er bætt út á og þessu blandað vel saman. Fiskurinn er skorinn í hæfilega bita og honum raðað ofaná gumsið og kryddaður vel með salti, sítrónupipar og karrí. Látið krauma í 10 mín með lokið á.
Gott með hrísgrjónum og fersku salati.
Gratineraður fiskur
1 kg ýsa eða þorskur, skorin í hæfillega bita
1 askja papriku smurostur
1 askja hvítlauks smurostur
1 laukur
4 gulrætur
½ blómkálshaus
1 brokkolí haus
¼ matreiðslu rjómi
Rifinn ostur
Salt og svartur pipar
Raðið fiskstykkjunum í smurt eldfast mót og kryddið.
Létt steikið niðurskorið grænmetið og dreyfið því yfir fiskinn.
Blandið saman smurosti og rjóma í potti og bræðið við lágan hita og hellið svo yfir fisk og grænmeti, að lokum er rifnum osti stráð yfir og bakað við 180 gráður í 30 mín.
Gott með bökuðum sætum kartöflum og salati
Kjúklingur
Kjúklingur með Mangó Chutney sósu
4. Kjúklingabringur, salt og svartur pipar
1. Laukur
4. Hvítlauksrif
1. msk karrí
1. Krukka mangó chutney
1. Ferna matreiðslurjómi
Sósujafnari
Bringurnar skornar í litla bita og steiktar á pönnu og kryddaðar með salti og svörtum pipar, settar til hliðar. Smátt saxaður laukur og pressuð hvítlauksrifin mýkt í olíu á pönnu og karríinu bætt saman við. Nú er rjómanum og mangó chutnry bætt út í laukinn og þessu hrært vel saman, á þessu stigi má þykkja sósuna örlítið með sósujafnara. Að lokum er kjúklingabitunum bætt út í og látið malla við vægan hita í 10 – 15 mín.
Gott að bera soðin hrísgrjón og salat með þessum rétti.
Kotasælu kjúklingur
4 kjúklingabringur
4 hvítlauksrif
1 stk rauður chilipipar
1 lítil dós kotasæla
½ krukka mango chutney
Salt og svartur pipar
Bingurnar eru léttsteiktar á pönnu, kryddaðar með smá salti og svörtum pipar og settar í eldfast mót. Hvítlaukur og chili er saxað mjög smátt, mýkt í örstutta stund í olíu á pönnu og svo er þessu dreyft yfir bringurnar. Kotasælu og mango chutney er blandað saman og það svo sett yfir allt.
Bakað við 180 gráður í ca 30 mín.
Gott með hrísgrjónum og fersku salati
Kjötréttir
Kjöt í karrý
Súpukjöt magurt eða gúllas
Salt og pipar
Kjötkraftur ( 2 teningar)
Nokkrar gulrætur ef vill, þeim er þá bætt út í pottinn síðustu 20 mín.
Kjötið soðið í klukkustund eða svo, fer eftir stærð bitanna. Fleyta froðu ofan af soðinu og sigta það svo. Haldið kjötinu heitu meðan sósan er útbúin.
Sósa
30 gr smjör
2-3 tsk karrý
2 ½ msk hveiti
Bræðið smjörið og stráið karrýinu yfir og látið krauma smá stund ( ½ mín)
Bæta hveitinu út í og hrært í bollu. Hella svo soði smátt og smátt út í þar til sósan er hæfilega þykk. Gott að setja smá mjólk eða rjóma út í. Bragðbætt með salti og pipar eftir smekk.
Þetta er svo borið fram með kartöflum og soðnum hrísgrjónum.
Hakk og spaghetti
500 gr nautahakk
1 laukur
5 hvítlauksrif
1 msk italian seasoning mix
salt og svartur pipar
1 dós garlic and onion spaghetti sósa frá Hunts (stór)
1 dós tómatpúrra
1dl vatn
Hakk, laukur og hvítlaukur steikt og kryddað með salti, svörtum pipar og italian seasoning mix. Spaghettisósan, púrran og vatnið sett út á og þetta er látið krauma vel og lengi ca 30 – 60 mín. Þessi kjötsósa er mjög góð út á soðið spaghetti
Borið fram með fersku salati.
Pottþéttur Pottréttur
5 – 700 gr nauta eða folaldagúllas
Salt, svartur pipar og paprika
1 sæt kartafla skorin í bita
1 rauðlaukur saxaður smátt
3 gulrætur skornar í sneiðar
1 lítill blómkálshaus tekinn í litla bita
3 hvítlauksrif smátt söxuð
1 rauður chilipipar smátt saxaður
1 msk rifin engiferrót
1 – 2 msk mild curry paste frá Pataks
1 dós kókosmjólk
1 dós tómat púrre
Gott að nota grænmetiskraft í þennan rétt
Gúllas bitarnir kryddaðir, brúnaðir í potti og svo er vatni hellt yfir þannig að rétt fljóti yfir kjötið og soðið í 60 mín, þá er vatni hellt af og öllu hráefinu er bætt út í gúllas pottinn og látið malla í ca 30 mín.Smakkað til með krafti og smá salti
Gott með hrísgrjónum og hvítlauksbrauði
Grænmetirréttir
Linsubauna-bolognese fyrir 4
100. gr. linsubaunir brúnar ( 20 mín suða )
2. mat. olía til steikingar
2.stk. laukur/rauðlaukur/ púrra
3.stk. pressaðir hvítlaukageirar
1.tesk. salt
1.tesk. pipar
2. tesk. oregon
2.tesk. basilika
200.gr. gulrætur eða sætar kartöflur
2 mats. tómatpurra
1.dós ca. 500 gr. niðursoðnir tómatar
1 dós niðursoðinn kókosmjólk
1.stk. grænmetisteningur
Laukur og hvítlaukur gljáður í olíu og kryddað.
Gulrótunum og etv sætu kartöflunum bætt í og látið malla í smá stund.
Linsubaununum bætt útí og látið malla í ca 30 mín samtals.
Borið fram með Spaghetti og salati.
Fyrir leikskólann er notað helmingi minna krydd en gefið er upp.
Grænmetisbuff með kínoa og hrásalati fyrir fjóra
Gulrætur 200 gr.
Kúrbítur 200 gr.
Soðið kínoa 300 gr. ( ca. 100 gr. ósoðið )
4 stk. egg
100 gr. ostur rifinn (hámark 27%)
8 msk. steinselja hökkuð
120 gr. rasp
Salt og pipar
Olía til steikingar
Rífið gulrætur og kúrbít í matvinnsluvél og pressið vökvann frá með höndunum. Setjið grænmetið í skál með soðnu kínóa, rifnum osti, hakkaðri steinselju raspi og eggjum. Blandið vel saman og kryddið með salti og pipar. Látið grænmetisfarsið bíða í smástund áður en þið gerið buff sem þið steikið við meðalhita á báðum hliðum.
Hrásalat
200 gr.rauðrófur
200 gr. gulrætur
4 stk. perur
40 gr. sítrónuolía
Salt og pipar
Afhýðið rauðrófur og gulrætur og rífið niður í matvinnsluvél.Skerið perurnar í litla báta og blandið við grænmetið ásamt sítrónuolíunni.Bragðbætið með salti og pipar. Berið salatið fram með grænmetisbuffunum.Það má líka nota soðið kúskús eða kjúklingabaunir í staðin fyrir kínóa. Buffin eru líka góð köld.
Kökur og smákökur
Dásamleg döðlukaka eða orkustykki.
250 gr. döðlur – soðnar í 1 ½ dl. vatni í ca. 10 – 15 mín. gott að sjóða 1 appelsínu í sneiðum með, það gefur gott bragð. Appelsínan er ekki notuð með í kökuna.
2 msk. smjörvi eða olía (ég nota smjörva)
100 gr. valhnetur, malaðar
100 gr. möndlur, malaðar
1 tsk. lyftiduft
1 banani, stappaður
1.tsk. vanilludropar
1tsk. kanilduft
salt á hnífsoddi
¼ b. kókosmjöl
½ b. spelt
Döðlurnar settar í matvinnsluvél með helmingnum af vatninu og maukaðar. Síðan eru þær setta í hrærivél ásamt smjörva/olíu og hrært vel saman. Restinni af uppskriftinni er bætt út í og öllu hrært létt saman. Sett í smurt bökuform.
Bakað við ca. 180 ° í ca. 20 – 25 mín.
Hægt að bera fram sem tertu t.d. með ís eða rjóma eða skera niður í bita og nota sem orkustengur. Geymist vel í frysti.
Súkkulaði og kókoskúlur
1 ½ b kókosmjöl
1 ½ b heslihnetur
250 gr. döðlur
½ tsk. vanilluduft
smá kanilduft
¼ b hreint kakóduft eða karboduft
Setjið allt í matvinnsluvél & blandið vel saman. Deigið er tilbúið þegar það klessist vel saman & myndar kúlu. Mótið litlar kúlur og veltið upp úr kókosmjöli. Geymist vel í frysti.
Piparkökur
1.kíló hveiti
500.gr mjúkt smjörlíki
625.gr sykur
4.egg
1.bolli sýróp
4.tsk matarsódi
4.tsk lyftiduft
1.tsk salt
4.tsk kanill
3.tsk negull
3.tsk engifer
1.msk kakó
Öllu blandað saman og hnoðað vel í hrærivél eða í höndunum. Gott að geyma í kæli yfir nótt. Gæti þurft að hnoða aðeins meira hveiti saman við þegar kökurnar eru flattar út. Bakað við 200°C í 5-7 mín.
Þetta er stór uppskrift þannig að helmingur er mátulegt fyrir venjulegt heimili.
Súkkulaðibitakökur sem geta ekki klikkað !
1.bolli sykur
1.bolli púðursykur
1.bolli mjúkt smjör eða smjörlíki
3.bollar hveiti
1. tsk. matarsódi
2. egg
200. gr. suðusúkkulaði brytjað
1. bolli kókosmjöl
Öllu hráefninu er hnoðað vel saman og svo eru mótaðar litlar kúlur og þeim raðað á plötu, gott að þrýsta aðeins á þær með fingrunum. Kökurnar eru svo bakaðar við 175 gráður í 12-15 mín.
Þetta eru ekta jólasmákökur og skemmtilegt fyrir börnin að fá að taka þátt í bakstrinum!
Drykkir
Sólskinsdykkur:
3 l appelsínusafi
3 l eplasafi
1 1/2 l eplacider
150 ml ribena sólberjasafi
ísmolar
Hressandi engifer drykkur
2 sítrónur skornar í sneiðar
Vænn biti engifer, saxaður í bita, óþarfi að flysja
1 tsk hunang
3 l vatn
Soðið við vægan hita í klukkustund og látið kólna í pottinum,
Sigtað yfir á flöskur og svo er bara að njóta, gott bæði heitt og kalt.
Geymist í kæli í viku.
Verði ykkur að góðu!