Foreldrasamvinna

Haft er að leiðarljósi að í samstarf starfsmanna og foreldra ríki virðing og gagnkvæmur skilningur á velferð barnsins. Samstarf þetta byggir á þeirri forsendu að foreldrar beri meginábyrgð á uppeldi bars síns. Leitast er við að hlusta eftir sjónarmiðum foreldra og stuðla að áhrifum þeirra m.a.í gegnum foreldraráð og foreldrafélag leikskólans. Foreldrum er ávallt velkomið að dvelja í leikskólanum og taka þátt í starfinu. Hafið samband við deildarstjóra ef þið óskið eftir að dvelja í leikskólanum en einnig er velkomið að koma í heimsókn án þess að gera boð á undan sér.  

Foreldrasamtal

Tilgangur foreldrasamtals er að veita gagnkvæmar upplýsingar um barnið og framgang þess. Boðið er upp á foreldrasamtal einu sinni á ári eða oftar ef þörf krefur eða foreldrar óska.

Álfagull minningabók barnsins

Þegar leikskóladvöl lýkur fær barnið bók með skemmtilegum minningum frá leikskóladvölinni s.s. listaverkum,gullkornum,verkefnum og myndum sem það hefur búið til á leikskólagöngunni. Leitað er eftir þátttöku foreldra með ýmiss verkefni sem fara í bókina sem vonandi veita foreldrum og ekki síst barninu sjálfu gleði og ánægju.

Vinafjölskylda – aðlögun að nýju samfélagi

Í leikskólanum dvelja börn og fjölskyldur sem eru að aðlagast íslensku samfélagi. Í nýju samfélagi vakna oft margar spurningar bæði stórar og smáar sem geta varðað allt frá innkaupum, menningu, matvöru, tungumáli eða hvað svo sem fjölskyldan gæti þarfnast aðstoðar við. Vinafjölskyldur eru fjölskyldur barna í leikskólanum sem vilja aðstoða þá sem þess óska til að gera dvöl þeirra og aðlögun að nýju samfélagi eins gæfuríka og mögulegt er. Vinsamlegast talið við deildarstjóra ef þið hafið hug á að gerast vinafjölskylda.

Heimsóknir á milli barna

Alltaf er eitthvað um það að börn eru að fara í heimsókn til hvers annars eftir leikskólann og viljum beina því foreldra að að þau boð fari fram utan leikskólans.

Við viljum biðja foreldrar að íhugi vel hvort ráðlagt sé að barn fari án foreldra í ókunnar aðstæður.