Við leikskólann er starfandi foreldrafélag og eru allir foreldrar sjálfkrafa félagar. Meginmarkmið félagsins er að styðja og styrkja það uppeldisstarf sem unnið er í leikskólanum. Lög foreldrafélagsins eru á upplýsingatöflum deildanna.

Allir foreldrar eru sjálfkrafa félagar og greiða 5.000 krónur á ári í foreldrafélagsgjald og er upphæðinni tvískipt, 2.500 kr.  á haustönn og aftur 2.500 kr. á vorönn.  Ef foreldrar eru með fleiri börn í leikskólanum borga þeir helmingi lægri upphæð fyrir barn númer tvö eða þrjú. Öll upphæðinn rennur óskert til skemmtilegra verkefna sem krydda leikskólastarfið. 

Á aðalfundi að hausti er kosið í stjórn og reikningar lagðir fram. Aðalfundur foreldrafélagsins er vettvangur foreldra til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Öflugt foreldrafélag byggir á góðri samvinnu foreldra og leikskóla. Foreldrar eru hvattir til að að leita til stjórnar með málefni sem þeim eru hugleikin.

Heimili og skóli

Landssamtök foreldrafélaga leikskólabarna (Heimili og skóli) styðja við bakið á foreldrafélögum og veita ýmsar upplýsingar.

Skólaárið 2019-2020

 • Selma Björk Reynisdóttir
 • Inga Berg Gísladóttir
 • Elín Ásta Finnsdóttir
 • Ragnheiður Blöndahl Sighvatsdóttir
 • Guðrún Erla Hilmarsdóttir
 • Kristín Lilja Þorsteinsdóttir fulltrúi leikskólans
 • Elísabet Eyjólfsdóttir leikskólastjóri

Starfsreglur foreldrafélagins

 

Foreldrafélagsgjald

Foreldrar greiða 5.000 krónur á ári í foreldrafélagsgjald en upphæðinni er tvískipt, 2.500 krónur  á haustönn og aftur 2.500 krónur á vorönn.  Ef foreldrar eru með fleiri börn í leikskólanum borga þeir helmingi lægri upphæð 2.500 krónur á ári, 1250 krónur á haustönn og 1250 krónur á vorönn.

Öll upphæðinn rennur óskert til skemmtilegra verkefna sem krydda leikskólastarfið. 
Má þar nefna:

 • Bókagjöf til allra barna leikskólans í tengslum við lestrarátakið, Það er gaman að lesa saman
 • Jólaball fyrir alla fjölskylduna
 • Leiksýning
 • Dansnámskeið í sex vikur
 • Sveitaferð
 • Sumarhátíð m.a. greitt fyrir hoppukastala