eTwinning samstarfsverkefni býður upp á vettvang fyrir starfsfólk skóla að stunda samstarf milli a.m.k tveggja Evrópulanda en einnig er hægt að stofna eTwinning samstarf innanlands. Eitt af markmiðum eTwinning er að efla samstarf milli kennara innan Evrópu. Einkunnarorð eTwinning eru „hafið það lítið og einfalt“. Það eru engar reglur um hvernig verkefnin eiga að vera og geta þau varað í stuttan tíma eða lengri tíma. Verkefni geta því verið hvernig sem er svo lengi sem þau eru hluti af kennslunni og falla að námskrá og uppeldismarkmiðum skólans. eTwinning er styrkt af Erasmus +, prógram á vegum Evrópusamstarfsins um menntun, þjálfun, æsku og íþróttir.
Veittar eru viðurkenningar fyrir góð og vel unnin samstarfsverkefni. Þessar viðurkenningar eru hugsaðar til þess að umbuna kennurum fyrir vel heppnuð verkefni og auðvelda skólum að vekja athygli á árangri sínum.
Leikskólinn fékk viðurkenningu 2018 fyrir Brave children learning to code og árið 2019 fyrir Children at the opera, bambini all'opera.
Leikskólinn hefur tekið þátt í eftirfarandi eTwinning verkefnum:
Brave children learning to code
Um verkefnið:
Verkefnið Brave children learning to code var samstarfsverkefni leikskóla í þremur löndum, Íslandi, Ítalíu og Litháen. Markmið verkefnisins var að kenna börnum að forrita (e. code) á skapandi vegu og vinna í gegnum listir, landafræði, læsi, daglegt starf, náttúru, hátíðir og fleira. Við kynntum einnig fyrir börnunum lífið í mismunandi löndum, menningu og áhugaverða staði. Við lögðum áherslu á skapandi vinnu á margvíslegan hátt. Kennararnir efldu getu sína til þess að vinna með upplýsingatækni og læra af hver öðrum og börnunum.
Í þessu verkefni voru kennarar og nemendur að læra grunnatriði í forritun (Coding). Við notuðum til þess ýmsar aðferðir, t.d. forritunarleiki þar sem börnin voru að hjálpa hvort öðru að komast á ákveðin stað. Við notuðum forritunarleikföng eins og RobotMouse. Þegar börnin höfðu náð ákveðinni færni notuðum við söguaðferð til þess að útfæra verkefnið frekar. Börnin sömdu sögu og teiknuðu síðan aðalpersónur og létu svo forritunar músina reyna að komast fram hjá hættum á leið persónanna. Við fórum í vettvangsferðir og unnum verkefni í kjölfarið. Við sýndum samstarfsaðilum okkar nánasta umhverfi leikskólans og bæjarfélagsins. Við fjölluðum um merkar byggingar í Kópavogi og teiknuðum og máluðum myndir af þeim. Börnin fengu að kynnast samstarfsaðilum okkar í gegnum skype og svo líka með því að horfa á myndbönd og þau verkefni sem þeir settu inn á Twinspace.
Children at the opera, bambini all'opera
Um verkefnið:
Með tónlist í leikskóla er hægt að bjóða börnunum upp á möguleikann á efla andlegan og vitsmunalegan þroska, með virkni og fjörugri nálgun.
Verkefnið er ævintýri þar sem börnin verða fyrir áhrifum af tónlist. Börnin uppgötvuðu tónlistarhugtök, t.d. hrynjanda, háa og lága tóna, mismunandi hljóð o.s.frv. kynntust leikrænni tjáningu og leiklist. Mismunandi leiðir voru farnar í upplýsingatækni, svo sem QR kvóðar, MakeMake, Beebots, EV2 og Stop Motion.
Öll viðfangsefni voru unnin út frá skapandi starfi þar sem börnin sömdu söngleik (óperu), bjuggu til hljóðfæri, búninga og grímur og notuðu við flutning hans. Börnin lærðu að tjá sig með dansi og söng og sömdu texta sem innihalda rímandi orð. Í lok verkefnisins var Ávaxtakarfan flutt fyrir áhorfendur í leikskólanum og vini frá öðrum löndum í gegnum Skype.
Áhersla var lögð á að börnin öðlist þá tilfinningu að þau tilheyri hópi sem vinnur að sameiginlegu verkefni, í eigin leikskóla og allra hinna leikskólanna sem eru í sama eTwinning verkefni.
Fantasy school - art, music and words.
Um verkefnið:
Verkefnið er sjálfstætt framhald af verkefninu The Children at the Opera, sem sömu börn unnu að á skólaárinu á undan. Í þessu verkefni: Skóli ímyndunaraflsins, var unnið með upplýsingatækni, listsköpun og tónlist. Uppgötvanir með liti, form og tóna lék stórt hlutverk í verkefninu, sem og lukkudýr leikskólanna. Lukkudýrin, með hjálp barnanna, unnu meðal annars að málverki sem svo sameinaðist málverkum annara landa í eina mynd.