Fréttir af skólastarfi.

Rampað upp í Álfaheiði

Í byrjun október fengum við öflugt hóp fólks sem rampaði upp inngangana í leikskólann og er aðgengi er því mun auðveldara fyrir alla. Við þökkum kærlega fyrir þessa flottu vinnu.
Nánar
Fréttamynd - Rampað upp í Álfaheiði

Skemmtileg og fræðandi heimsókn

Í dag fengum við í heimsókn frá Hjördísi, fræðslufulltrúa frá SOS Barnaþorpum á Íslandi og Sonam en hún ólst upp i SOS barnaþorpi í Tíbet/Indlandi.
Nánar
Fréttamynd - Skemmtileg og fræðandi heimsókn

Íþróttaálfurinn og Solla stirða

Íþróttaálfurinn og Solla stirða komu í heimsókn á leikskólalóðina i gær. Börn og foreldrar skemmtu sér konunglega.
Nánar
Fréttamynd - Íþróttaálfurinn og Solla stirða

Viðurkenning frá Heimili og skóla

Hrönn Valgeirsdóttir fékk á dögunum viðurkenningu frá samtökum Heimilis og skóla fyrir fræðslukvöld sem hún hélt fyrir foreldra ungra barna og voru fræðslukvöldin fjögur samtals.
Nánar
Fréttamynd - Viðurkenning frá Heimili og skóla

Þakklætisæfing

Ég er þakklát fyrir að vera í skátaheimilinu
Nánar
Fréttamynd - Þakklætisæfing

Kærleikskaffi

Foreldrar komu í heimsókn í morgun á deild barna sinna og áttu með þeim ljúfa stund. Boðið var upp á volgar brauðbollur og ávexti og börnin sýndu foreldrum sínum þau verkefni sem þau hafa unnnið.
Nánar
Fréttamynd - Kærleikskaffi

Heimsókn frá bæjarstjóranum

Börnin í Álfaheiði tóku vel á móti Ásdísi Kristjánsdóttur bæjarstjóra Kópavogs í gær.
Nánar
Fréttamynd - Heimsókn frá bæjarstjóranum

Öskudagur

Það var mikð fjör í húsinu í dag og við héldum upp á daginn með balli á Lundi. Eftir nokkra dansa var kötturinn sleginn úr kassanum og að því loknu var boðið upp á popp og kex.
Nánar
Fréttamynd - Öskudagur

Fagnaðarfundur á bóndadaginn

Í dag var fagnaðarfundur þar sem sungin voru lög sem tengjast vetrinum og þorranum og elstu börnin frumfluttu lagið Sól á Tene sem þau höfðu samið og þau höfðu einnig búið til leikmynd með laginu.
Nánar
Fréttamynd - Fagnaðarfundur á bóndadaginn

Jólin kvödd

Við kvöddum jólin dag, 5.janúar með fagnaðarfundi úti við eldstæðið. Elstu börnin sáum um að stjórna söng og við gæddum okkur á kakói og piparkökum.
Nánar
Fréttamynd - Jólin kvödd