Fullveldisdagurinn og 35 ára afmæli leikskólans
Í dag héldum við upp á fullveldisdaginn og 35 ára afmæli leikskólans með því að flagga íslenska fánanum og fagnaðarfundi á Lundi í umsjá elstu barnanna. Börn og starfsfólk skemmtu sér saman og níu starfsmenn voru heiðraðir fyrir 35, 25 og 5 ára starf í Álfaheiði. Það er svo sannarlega mikill auður fyrir leikskólann að hafa þessa miklu reynslu innanhúss. Foreldrafélagið færði okkur ostakörfu og að sjálfsögðu var afmæliskaka í boðinu. Í lýðræðislegri kosningu völdu fjögurra ára börnin grjónagraut og slátur í hádegismatinn og það var vel við hæfi á þessum degi.