Fagnaðarfundur - nýtt gildi

Í morgun vorum við með fagnaðarfund og var hann í umsjón elstu barnanna. Við kynntum til sögunnar nýtt gildi, sungið var fyrir afmælisbörn dagsins og kvöddum Köru Sól starfsmann á Lundi en hún er farin til annarra starfa. Við þökkum Köru fyrir frábært samstarf.

Í maí, júní og júlí kynnum við hugrekki fyrir börnunum; hugrekki er meðal annars að vera kjarkmikill, hugrekki er að standa með sjálfum sér og öðrum, hugrekki er að hjálpa öðrum og hugrekki er að vera vinur. Við fjöllum um þetta fallega hugtak í öllum stundum dagsins og þannig aukum við þekkingu barnanna á hugtakinu, gerum þau sjálfstæð og hugrökk og eflum þau að læra á tilfinningar sínar.
Fréttamynd - Fagnaðarfundur - nýtt gildi Fréttamynd - Fagnaðarfundur - nýtt gildi

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn