Nýir meðlimir í stjórn foreldrafélags og foreldraráðs
Takk fyrir fundinn í gær, það var gaman að hittast og spjalla og virkilega gagnleg fræðsla hjá Hrönn Valgeirsdóttur sérkennslustjóra.
Þeir sem ekki komust á fundinn geta vonandi nálgast erindið með rafrænum hætti von bráðar.
Við kynnum til leiks nýjar stjórnir foreldrafélags og foreldraráðs fyrir skólaárið 2025-2026
Foreldrafélagið er samstarfsvettvangur foreldra sem eiga börn í leikskólanum en markmið þess er að styðja og styrkja það starf sem þar er unnið. Hefðir hafa skapast fyrir ýmsum skemmtilegum verkefnum sem foreldrafélagið stendur fyrir á hverju ári.
Ný stjórn foreldrafélagsins skólaárið 2025-2026 samanstendur af eftirfarandi foreldrum:
Sandra (foreldri á Lundi), Elísa (foreldri á Lundi), Ásdís (foreldri á Hlíð), Hulda (foreldri á Hjalla) og Guðný (foreldri á Hlíð)
Foreldraráð er lögboðinn vettvangur foreldra til að koma skoðunum sínum á framfæri við skólastjórnendur varðandi innhald, áherslur og skipulag skólastarfsins, gefa umsögn um skólanámskrá og aðrar áætlanir sem varða starfsemi leikskólans.
Foreldraráð fyrir skólaárið 2025-2026 skipa eftirfarandi foreldrar:
Arnór (foreldri á Lundi), Snorri (foreldri á Brekku), Telma (foreldri á Hjalla), Darri (foreldri á Brekku) og Elías (foreldri á Hlíð)