Kæru börn og foreldrar.
Við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þökkum fyrir frábært samstarf á árinu sem er að líða og hlökkum til að eiga með ykkur góðar stundir á nýju ári.
Það var mikil spenna í lofti á jólaballinu á laugardaginn. Við dönsuðum í kringum jólatréð og skyndilega birtust tveir sprellfjörugir jólasveinar með glaðning í poka.