Upplýsingaöryggisstefna Álfaheiðar.

Leikskólinn Álfaheiði safnar og viðheldur upplýsingum sem snerta starfsemi leikskólans. Með þessari skjalfestu upplýsingaöryggisstefnu vill leikskólinn Álfaheiði leggja áherslu á mikilvægi persónuverndar og upplýsingaöryggis við vinnslu þessara upplýsinga.

Öryggisstefna þessi tekur mið af gildandi lögum og reglugerðum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Öryggisstefnan er í fullu samræmi við reglur Persónuverndar nr. 299/2001 um öryggi persónuupplýsinga og uppfyllir kröfur staðalsins ÍST EN ISO/IEC 27001.

Hlutverk þessarar stefnu er að lýsa skuldbindingu leikskólans að vernda upplýsingar leikskólans gegn ógnunum, innan frá og utan, vísvitandi og óviljandi.

Hægt er að lesa Upplýsingaöryggisstefnu Álfaheiðar hér.