Value Based Education

Sími 4415400

Forvarnir

29.9.2014

Forvarnir og fræðsla er besta leiðin

Leikskólinn leggur mikla áherslu á forvarnir og er öllum starfsmönnum leikskólans boði upp á forvarnarnámskeiðið Verndarar barna sem samtökin Blátt áfram standa fyrir. Leikskólinn hefur sett sér verklagsreglur til verndar börnum gegn hverskyns ofbeldi.

                                     

Verndarar barna
boðar byltingu í fræðslu, forvörnum og viðbrögðum við kynferðislegri misnotkun á börnum. Markmiðið er að veita fullorðnu fólki öfluga fræðslu og markvissa þjálfun í að fyrirbyggja, þekkja og bregðast við kynferðislegri misnotkun barna af hugrekki og ábyrgð. Námsefnið Verndarar barna er sérhannað fyrir stofnanir, fyrirtæki og félagasamtök sem þjóna börnum og unglingum – sem og einstaklinga sem bera ábyrgð á umönnun og verndun barna; sínum eigin eða annarra. Námskeiðið byggir á 7 skrefa bæklingnum  sem er leiðarvísir fyrir ábyrgt fullorðið fólk.

Elísabet leikskólastjóri er með réttindi til að leiða námskeiðið Verndarar barna.

Við teljum að fræðsla og forvarnir séu besta leiðinn og lesnar eru og fjallað er um bækurnar Þetta eru mínir einkastaðir eftir Diane Hansen og Þetta er líkamin minn eftir Lory Freemann. Þessar bækur eru skrifaðar til að aðstoða fullorðna og börn á leikskólaaldri til að ræða saman um ofbeldi á opinn og óþvingaðan hátt.  Meginmarkmið bókanna er að gera börn meðvituð um yfirráð yfir eigin líkama og tilfinningum. Umræðan getur orðið til þess að barn opni sig og tjái ofbeldisreynslu sína. Í bókaátakinu, Það er gaman að lesa saman, sem stendur yfir allan nóvembermánuði ár hvert og er samstarfsverkefni leikskólans og foreldra gefum við öllum elstu börnum bókina Þetta eru mínir einkastaðir. 

Hér koma nöfn á stofnunum og samtökum sem veitt geta upplýsingar, ráðgjöf og stuðning ef grunur minnsti vaknar um kynferðislegs ofbeldir á barni.

 Barnaverndaryfirvöld í heimabæ barnsins, Félagsþjónusta Kópavogs. Fagfólkið þar getur aðstoðað þig á margan hátt; lagt mat á grunsemdir þínar og hjálpað þér við að taka ákvörðun um næstu skref í málinu. Einnig getur þú komið upplýsingum til allra barnaverndarnefnda í gegnum Neyðarlínuna 112.

Barnaverndarstofa og Barnahús
Blátt áfram
eru sjálfstæð félagasamtök og er tilgangur samtakanna að efla forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum á Íslandi.
Stígamót grasrótarhreyfing gegn kynferðisofbeldi.
Drekaslóð eru samtök sem aðstoða þolendur hvers konar ofbeldis. Þetta vefsvæði byggir á Eplica