Mikið er lagt upp úr öryggismálum og forvörnum í leikskólanum bæði hvað varðar börn, starfsfólk húsnæðið og lóð.

Ferðir

Börnin í leikskólanum fara í ýmsar lengri og skemmri vettvangsferðir. Ýmist er farið með litla eða stóra hópa. Í gönguferðum nota börnin endurskinsvesti og þegar farið er með rútu er skilyrði að í henni séu öryggisbelti.  

Öryggisnefnd

Öryggisnefnd er starfandi sem í eru öryggistrúnaðamaður og öryggisverðir sem fara yfir þá þætti sem varða öryggi innan leikskólans. Ef foreldrar sjá eitthvað sem betur mætti fara vinsamlegast  hafið samband við leikskólastjóra. 

Eftirlit úti og inni  

Starfsfólk leikskólans sinnir inni – og útieftirliti til að tryggja öryggi barnanna og er leikskólalóðin yfirfarin á hverjum morgni. Heilbrigðiseftirlitið fylgir eftir að viðhald og umgengni húsnæðis og lóðar valdi ekki heilsutjóni. Einnig fylgjast þeir með öryggi matvæla. Kópavogsbær er með starfsmann sem tekur út lóð og leiktæki nokkrum sinnum á ári. Einnig fer fram skoðun viðurkenndra úttektaraðila á lóð og leiktækjum.

Áfallateymi

Lögð er áhersla á að starfsfólk leikskólans bregðist rétt við ef áfall eða náttúruvá ber að höndum. Áfallateymið skipa leikskólastjóri, aðstoðarleikskólastjóri, sérkennslustjóri og tveir deildarstjórar. Mikilvægt er að foreldrar láti deildarstjóra eða leikskólastjóra vita ef alvarleg veikindi eða dauðsfall verður í fjölskyldu barnsins.

Rýmingaræfingar

Gerðar eru 10 rýmingaræfingar  með börnunum á ári.