Value Based Education

Sími 4415400

Hjalli s.8214917

Fyrirsagnalisti

QR kóðar með jólalögum - 7.12.2018

Það er partur af eTwinningverkefninu okkar Children at the Opera að útbúa QR kóða sem að baki er tilvísun í jólalög á YouTube. Börnin eru búin að útbúa slíka kóða og hengja út um leikskólann. Núna geta allir skannað kóðana og brostið í söng. Nokkur börn sóttu hljóðfæri í morgun til þess að spila undr á ganginum. Bara gaman að þessu. Foreldrar eru einnig hvattir til að stoppa við kóðana og taka undir í söng. 

Image-6.png

Jólakötturinn - 6.12.2018

Eldri barnahópurinn og kennarar fóru í morgun í bókasafnið til þess að fræðast um jólaköttinn. Við fengum góðan fyrirlestur um kattardýr og jólaköttinn. Fyrst með fyrirlestri í Kórnum og svo fengum við að heyra sögu í Hellinum þar sem jólakötturinn kom heldur betur við sögu. Við fórum báðar leiðir með strætó og það var líka mjög spennandi.

Image-7.png

  • Image-7.png

Hour of Code - 5.12.2018

Við tókum þátt í heimsviðburði í morgun, Klukkustund í forritun eða Hour of Code. Við gerðum þetta með okkar hætti, höfðum fjórar smiðjur með mismunandi viðfangsefnum, CodeKarts, Bee-Bot, Robot Mouse og svo Lazy Monster. CodeKarts er smáforrit í iPad þar sem börnin læra með einföldum hætti að forrtita. Það er kappakstursbíll sem þau verða að gefa skipanir um hvar skal aka. Þetta var í fyrsta sinn sem börnin prófuðu þetta forrit og stóðu sig alveg sérlega vel. Bee-Bot og Robot Mouse þekkja börnin vel, þetta eru forritunarleikföng sem við höfum verið að leika okkur með áður. Af því að það er ekki hægt að ætlast til að börn á þessum aldri sitji lengi við í einu þá var ein smiðjan fjörug, með Lazy Monster smáforritinu. Þetta er smáforrit þar sem lata skrýmslið ætur börnin gera æfingar og svo anda djópt inn á milli. Við vorum með diskóperu í gangi til þess að gera þetta skemmtilegra. Þessi klukkustund í forritun var sérlega vel heppnuð og höfðu mjög margir á orði að þeir vildu gera þetta oftar. Við settum saman myndir og myndbrot frá viðburðinum hér. 

 Thumbnail_Image-5

Fagnaðarfundur - 3.12.2018

Við fórum á fagnaðarfund í dag og fögnuðum afmæli leikskólans og kveiktum á fyrsta aðventukertinu. 

Mosaic0abb98b08e8d6f255cd2398cf3f4f04513420b48

Við borðum úti - 28.11.2018

Veðrið lék við okkur í dag og við nutum þess að borða úti við eldstæðið. Dásamleg stund hjá okkur. 

Mosaic9a73385d711945a00439c6d808f9a785896641b7

Gott veður - 23.11.2018

Það hefur verið einmunatíð undanfarið og í dag ákváðum við að borða síðdegishressinguna úti. 

Mosaic8a18df54e02195fd31c700c23390d9cdc1fc5cfa

Afmæli Barnasáttmálans - 20.11.2018

Í tilefni 29 ára afmælis barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í dag var haldið bangsaball og fóru börnin með bangsann sinn Blæ á ballið. Blær er hluti af vináttuverkefni á vegum Barnaheilla sem fræðast má frekar um hér. Ekki skemmdi fyrir að risastór Blær bættist í hópinn og dansaði með börnunum. Mikið fjör og mikið gaman eins og sjá má. 

Mosaicf2a8abaad28aef504ef77e4133be7e135ebb83c9

Dagur íslenskrar tungu - 16.11.2018

Við héltum upp á Dag íslenskrar tungu í dag með því að koma saman á sal og syngja íslensk lög. Svo fengum við í heimsókn börn frá Álfhólssskóla sem lásu fyrir okkur vel valdar sögur. Börnin eru í 7. bekk og eru að æfa sig fyrir upplestrarkeppnina sem haldin er á hverju ári. Takk kærlega fyrir komuna krakkar í Álfhólsskóla. Mosaic8b2c2705eabde6432bdf14805630bf06fad16029

eTwinning - 13.11.2018

S.l. föstudag hófum við þátttöku í eTwinningverkefninu  CHILDREN AT THE OPERA. 

Með tónlist í leikskóla er hægt að bjóða börnunum upp á möguleikann á efla andlegan og vitsmunalegan þroska, með virkni og fjörugri nálgun, sem börnum líkar vel.

Þetta verkefni er ævintýri þar sem börn verða fyrir áhrifum af tónlist. Börnin munu uppgötva tónlistarhugtök, t.d. hrynjanda, háa og lága tóna, mismunandi hljóð o.s.frv. Börnin munu tjá sig í gegnum leikræna tjáningu og leiklist. Notaðar verða mismunandi leiðir í upplýsingatækni, svo sem QR kvóðar, MakeMake, Beebots, EV2 og Stop Motion.

Við munum vinna öll viðfangsefni út frá skapandi starfi þar sem börn munu semja söngleik (óperu) og búa til hljóðfæri, búninga og grímur og nota við flutning hans . Þá munu börnin læra og tjá sig í dansi, söng og finna nýja texta sem innihalda rímandi orð. Í lok verkefnisins verður óperan flutt fyrir áhorfendur í leikskólanum og vini frá öðrum löndum í gegnum Skype.
Við leggjum áherslu á að börnin öðlist þá tilfinningu að þau tilheyri hópi sem vinnur að sameiginlegu verkefni í eigin leikskóla og allra hinna leikskólanna sem eru í sama eTwinningverkefni. Sjá nánar hér.

Mosaicecf76281fa62ca1be08e53433e4007a70df6d544

Afmæli Ísabellu - 9.11.2018

Takk kærlega kæru foreldrar hvað þið mættuð vel í fyrsta skipti sem við höldum upp á afmæli Ísabellu okkar. Það söfnuðust um 8.000 kr. á Hjalla og munu elstu börn leikskólans koma þeim til SOS barnaþorpa. Við erum stolt af því að styrkja framfærslu Isabellu sem fædd er 12. nóvember árið 2016 og verður því tveggja ára á mánudaginn. Isabella býr í SOS barnaþorpinu Mwansa í Tansaníu. Í því búa 60 börn ásamt SOS mæðrum sínum en 1200 önnur börn njóta góðs af starfseminni í kringum þorpið. Hægt er að fræðast meira um Ísabellu okkar hér. 
Mosaic1da80398c45d1aa667dfcce9bed880560997f74a

Bakstur - 8.11.2018

Eftir hádegi í dag vourm við öll að baka smákökur til þess að bjóða í afmæli Ísabellu á morgun. Það var freistandi að smakka smá.Mosaic8b71f028c19631118cb1b2715420e0f0573b11fe_1542109693392 

Gönguferð í Apaskóg - 8.11.2018

Í morgun fóru börn í heimsókn í Apaskóg. Þanngað er alltaf jafn gaman að koma og príla í trjánum. Mosaic2c9f8a1ce981525499fe76be9ea07a73ab2f82ce

Gönguferð í Apaskóg - 7.11.2018

Í morgun fór barnahópur í Apaskóg. Það príluðu þau í trjánum og skemmtu sér konunglega. Mosaicc4c338d801a06ba205a03db3020ef67b2ed8b348

Myndlist - 7.11.2018

Yngri hópurinn var í myndlist í morgun og eins og sjá má þá fengu þau að spreyta sig í því að mála á spegil. Það fannst þeim afar áhugavert. 

Mosaicb9622464b513db0ea40c4260e2cbd7c72f24e077

Lestrarátak - 6.11.2018

Árlega lestrarátakið okkar, Það er gaman að lesa saman, byrjaði 1. nóvember og stendur yfir allan mánuðinn. Það er bókakassi í fataherbergi og geta börnin fengið að láni eina bók í einu. Börnin fá blað með sér heim þar sem krossa ber í reit þegar foreldrar hafa lesið með barni sínu. Í lok átaksins fá öll börn bókaverðlaun frá foreldrafélaginu.

IMG_1306

 

Fyrsti snjórinn - 5.11.2018

Börnin kættust mjög þegar þau sáu fyrsta snjóinn í morgun. Það völdu mörg að fara út í morgun. 

Mosaica3552b1e600b3d8a331a31552ad5698339182b24

Málað við trönur - 31.10.2018

Yngri barnahópurinn var að æfa sig í að mála við trönur í morgun. Mosaiccfcd371739d5b66ad682e7a2d82121af90956905

María - 26.10.2018

Bangsinn okkar hún María heldur áfram að ferðast. Í þessari viku fór hún heim með einum piltinum og skemmti sér ljómandi vel. Mosaic0590d4d182a7dacaeecedec75b24cc444dddd637

Fagnaðarfundur - 26.10.2018

Í morgun var fagnaðarfundur á sal og við tókum að sjálfsögðu þátt í því. Elstu börnin safna saman í krukkku spakmælum um gildið sem við erum að vinna með og svo fá börnin tækifæri á að draga úr krukkunni. Þetta er mjög vel til fallið og börnin sélega ánægð með spakmælin. Í dag var m.a. dregið "friður er að vera vinur".Mosaica741d200e38be936fb7ba3fd7ecba7fffb987ece

Heimsókn frá Álfhólsskóla - 25.10.2018

Við fengum nokkur börn í heimsókn frá Álfhólsskóla í morgun. það var ánægjulegt að hitta vini okkar sem voru áður á Hjalla. Mosaic352104b076bb65a9ae24aa130b403466b66e22deÞetta vefsvæði byggir á Eplica