Value Based Education

Sími 4415400

Brekka s.6950919

Fyrirsagnalisti

Bangsinn María - 21.9.2018

Það ríkti mikil eftirvænting í sameiginlegri lífsmenntastund Brekku og Hjallaí dag því á dagskránni var "María". Þegar börnin heyrðu að María er bangsi sem ætti í vetur að fara heim með þeim magnaðist spennan um helming. Svo kom að því að draga hvert hann færi fyrst og upp kom nafn einnar stúlkunnar sem kættist mjög að fá hann heim með sér. Börnin koma svo til með að fara heim með Maríu hvert og eitt í vetur. Foreldrr aðstoða börnin við að svara spurningum sem eru í möppu með Maríu. Pokanum utanum Maríu og möppuna á svo að skila á mánudegi. Þá koma börnin saman aftur og ræða um það sem skrifað var í möppuna. 

Mosaic1d106058ee8bca1d73fe301a1f460ec406caf4ac

Bangsarnir flytja - 13.6.2018

Það eru ekki bara börnin sem flytja á Lund um sumarfrí. Í dag lögðu bangsarnir þeirra í ferðalag og fluttu líka. Þeim var haganlega komið fyrir í geimskipi sem elstu börnin voru búin að búa til.  

Útieldun - 12.6.2018

Börn fædd 2013 elduðu súpu og snæddu úti við eldstæðið í dag.

Leikfimi - 18.5.2018

Einu sinni í viku á þriðjudögum fara börn fædd 2013 í leikfimi í Íþróttahúsið Digranes. Það er mikið fjör og mikið gaman eins og sjá má í þessu myndbandi. 

Upplýsingatækni - 28.3.2018

Eldri börnin voru í dag að leika sér með smáforritið Quiver. Þau lituðu myndir sem hægt er að nálgast á netinu

 og fylgdust svo með þeim lifna við í gegnum iPadana okkar. Þetta þótti þeim öllum mjög spennandi.


Jólakötturinn - 13.12.2017

Börn á Brekku og Hjalla sem fædd eru 2013 fóru á Jólaköttinn í Bókasafn Kópavogs. Þar fengu þau að sjá myndir og voru frædd um hinar ýmsu kattartegundir.  Einnig var lesin fyrir þau sagan af jólakettinum.  Á eftir fórum við út og skoðuðum stóra jólatréð.Sögustund í Bókasafni Kópavogs - 29.11.2017

Börn á Brekku sem fædd eru 2013 fóru á sögustund í Bókasafn Kópavogs.


Náttúrugripasafn Kópavogs - 8.11.2017

Börnin á Brekku sem fædd eru  2013 fóru á Nátturgripasafn Kópavogs þar sem þau fengu leiðsög og fræðslu um dýrin sem þar eru.


Sumarhátíð - 27.6.2017

Það var mikið fjör hjá okkur í dag. Börnin voru glöð og kát með hoppukastala og dugleg að útbúa skraut til þess að hengja upp í garðinum. Takk foreldrar að gefa ykkur tíma til að koma og taka þátt í gleðinni. 


Hjóladagur - 8.6.2017

Það var hjóladagur hjá okkur í dag. Það var gaman að fylgjast með börnunum og sjá framfarirnar sem urðu þegar líða tók á daginn. Við vonum að foreldrar haldi áfram að veita börunum tækifæri til þess að æfa sig í að hjóla í sumar. 


Byggingarleikur - 2.6.2017

Í vetur hafa piltarnir verið duglegir við að leika sér með einingakubbana. Byggingar þeirra verða alltaf flóknari og flóknari eins og sjá má. Að baki liggja margar tilraunir með burðarþol og hönnun þannig að undrstöður séu tryggar. Frábært hjá þeim. 


Úti að leika - 31.5.2017

Nú erum við farin að vera meira úti að leika okkur, það er að koma sumar. 


Gaman saman - 31.5.2017

Gönguferð - 19.5.2017

Við notuðum góða veðrið og fórum í gönguferð í Fossvoginn. Þar lékum við okkur í hópleikjum og snæddum nestið okkar. Frábær ferð. 


Opið hús - 11.5.2017

Takk kærlega fyrir komuna í dag, það var gaman hversu margir gáfu sér tíma til að stoppa við að loknum danssýningunum. Mikið stóðu börnin sig vel, það er ekkert smá sem við erum stolt af þeim. 


Að takast á við áskoranir - 26.4.2017

Í gönguferðinni í dag voru bönin að reyna sig við að komast upp á stóra steina. Þau sýndu mikið hugrekki, áræðni og útsjónarsemi. 


Sól á bakið - 26.4.2017

Í hádeginu er ósköp notalegt að fá sól á bakið. 


Páskalegt - 28.3.2017

Það er að verða mjög páskalegt hjá okkur. Börnin eru áhugasöm við að skapa hvers kyns páskaföndur. 


Dans - 22.3.2017

Rakel Ýr er að kenna okkur að dansa. 


Göngferð - 15.3.2017

Börn fædd 2013 fóru í skemmtilega gönguferð í morgun. Þau tóku myndir af öllu sem var grænt á litinn, teiknuðu í snjóinn með trjágreinum og svo komu þau við á leiksvæðinu við Álfhólsskóla á heimleiðinni. 
Þetta vefsvæði byggir á Eplica