Value Based Education

Sími 4415400

Lundur s.8214918

Fyrirsagnalisti

Fagnaðarfundur - 29.9.2017

Í dag var haldinn fagnaðarfundur á Lundi og börnin útbjuggu sér fjöðrum skrýdda indjánahatta og fóru í stoppdans.

Góða helgi!

Ferð í Hörpu - 27.9.2017

Í gær tókum við rútu niður í miðbæ Reykjavíkur og heimsóttum Hörpu. Þar hlýddum við á Sinfóníuhljómsveit Íslands flytja fyrir okkur færeyska tónlistarævintýrið Veiða vind við tónlist Kára Bæk og íslensk þjóðlög í hljómsveitarbúningi Jóns Leifs.


Leikfimi - 19.9.2017

Í dag fórum við í fyrsta leikfimitíma vetrarins í íþróttahúsinu í Digranesi. Þar var farið í ýmsa leiki og æfingar og loks var frjáls tími með bolta.

Gönguferð á Víghól - 5.9.2017

Í dag fórum við í fyrstu gönguferð vetrarins og að þessu sinni fórum við upp að Víghól. Börnin fengu að leika sér þar frjálst og fengu svo hressingu áður en haldið var aftur heim á leið.


 . . . . er hausta tekur. - 4.9.2017

Núna í september byrjuðum við að fylgja vetrarskipulaginu. Fram að því nutum við veðurblíðunnar og vorum mikið í frjálsum leik sem er mikilvægt þegar börn eru að aðlagast nýjum deildum. Við tíndum meðal annars ber og gerðum sultu og svo tókum við upp úr grænmetisgarðinum okkar. Aðlögunin hefur gengið frábærlega og öllum líður vel.


Eldgos - 30.6.2017

Það er fátt meira hressandi á föstudögum en eldgos, sérstaklega þegar það er dumbungslegt yfir að líta. Börnin voru yfir sig hrifin og klöppuðu eldfjallið upp aftur og aftur.


Góða helgi!


Heimsókn í Þjóðminjasafnið - 16.6.2017

Í dag fórum við í Þjóðminjasafnið þar sem við fengum líflega leiðsögn um liðna tíma. Margt bar þar fyrir augu svo sem sverð og þúsund ára gamalt skyr. Sem endra nær voru það þó ekta beinagrindurnar sem vöktu mestan áhugann.


Heimsókn í Árbæjarsafn - 12.6.2017

Á föstudaginn fórum við í Árbæjarsafnið þar sem við nutum leiðsagnar um liðna tíma, hittum lömb og lékum okkur úti sem inni.

Heimsókn til Fögrubrekku - 7.6.2017

Í dag var okkur boðið í heimsókn í leikskólann Fögrubrekku og elstu börnin þar fluttu fyrir okkur leikritið Karíus, Baktus og Kaktus í Hálsaskógi og skemmtum við okkur konunglega.


Sumarhátíð Álfhólsskóla - 2.6.2017

Á föstudaginn fórum við upp í Álfhólsskóla og fengum pylsur í rigningunni auk þess sem við skelltum okkur í hoppukastala.

Heimsókn í Tónlistarskóla Kópavogs - 19.5.2017

Í dag fórum við í heimsókn í Tónlistarskóla Kópavogs og hlýddum á yngri hóp Þjóðlagahópsins þar flytja íslenska þjóðlagatónlist. Svo var boðið upp í dans. Afgangnum af deginum eyddum við svo úti í leik í snarkandi sumarblíðunni.

Dansinn - 4.5.2017

Í dag fór fram síðasta dansæfingin undir styrkri stjórn Rakelar Ísaksen. Afraksturinn verður svo sýndur á útskriftinni í næstu viku.

Heimsókn í Hvalasafnið - 2.5.2017

Í dag vorum við svo heppin að njóta leiðsagnar um Hvalasafnið innan um mikilfengleg líkneski í raunstærð af hvölum í kringum Ísland. Börnin voru mjög áhugasöm enda leiðsögnin sérlega vel útfærð fyrir þennan aldurshóp.

Leikskólavalið í Álfhólsskóla - 4.4.2017

Við vorum svo heppin að Andri, sem er í leikskólavalinu í Álfhólsskóla, var hjá okkur í allan dag. Leikskólavalið er hugsað til þess að kynna unglingum hið fjölbreytta starf sem fram fer á leikskólum og styrkja tengsl skólastiga.

Meðal þess sem við gerðum var að fara í gönguferð með honum upp á Víghól.

Rauði krossinn og leikfimi - 31.3.2017

Á leiðinni í HK húsið í leikfimi í dag tókum við með okkur gömul föt sem safnast hafa fyrir í Álfaheiði á seinustu árum. Í leiðinni fræddust börnin um endurnýtingu og að fatnaður og skór geta átt sér framhaldslíf.Gönguferðir - 29.3.2017

Með hækkandi sól og betri færð kemur regla á gönguferðirnar okkar sem eru á þriðjudögum. Í gær fórum við í boðhlaup og aðra leiki og héldum síðan heim í góðan hádegismat.

Skólaheimsóknir og dans - 21.3.2017

Þótt ekki sé langt liðið á vikuna höfum við á Lundi verið að sýsla við ýmislegt.  Þar ber hæst skólaheimsóknir í Álfhólsskóla sem hafa gengið mjög vel. Einnig byrjaði dansinn í dag undir styrkri leiðsögn Rakelar Ísaksen og börnin skelltu svo í snjókarl í gær.

Leikfimi - 10.3.2017

Í dag í íþróttum fórum við í boðhlaup, gulrótarleikinn, steinaleikinn og svo var frjáls tími með ýmis konar bolta. Börnin skemmtu sér konunglega.  Góða helgi!


Öskudagur - 1.3.2017

Gönguferð á Víghól - 21.2.2017

Við fórum á Víghól í  brakandi vetrarblíðunni í dag. Þar var farið í feluleiki og svo vorum við með heitan drykk og kex í nesti.