Value Based Education

Sími 4415400

Lundur s.8214918

Fyrirsagnalisti

Upplýsingatækni - 16.2.2018

Í þessari viku voru börnin að leika með músina inni í sögunni sinni. Aðal söguhetjan þurfti að gæta sín á illvættinum. Þannig að þau þurftu að forrita músina svo hún færi framhjá á þann stað sem hún ætlaði, í bíó, heim til pabba og mömmu og svo framvegis.

Umhverfisálfar - 16.2.2018

Í dag fóru tvö börn í hlutverk umhverfisálfa og fóru um leikskólann til þess að ræða við starfsfólk og börn um umhverfisvernd. Markmiðið er að efla umhverfisvitund allra sem kenna og nema í leikskólanum Álfaheiði, en eins og allir vita þá er skólinn Grænfánaskóli. Börnin skoðuðu flokkunarstöðvar þar sem þær eru og veittu umhverfisviðurkenningu ef vel var staðið að verki (mynd af Flóka). Svo spjölluðu þau um umhverfisvernd og spurðu börnin spurninga m.a. hvort þau væru dugleg að flokka í leikskólanum og heima, hvort þau væru dugleg að drekka vatn og ekki hvað síst hvort þau væru friðsöm. 

Konudagurinn - 16.2.2018

Í morgun buðum við mömmum og ömmum í konudagskaffi þar sem að gutlandi kaffi, ólgandi kleinur og brakandi vínber voru á boðstólum.  Það var góð mæting og þökkum við öllum fyrir komuna.


Öskudagur - 16.2.2018

Börnin á Lundi mættu í mjög fjölbreyttum búningum á öskudaginn og við stóðumst ekki mátið og tókum af þeim hópmynd

Upplýsingatækni - 1.2.2018

Þessa viku voru börnin að semja sögu til þess að nota með í forritun með músinni góðu. Þannig munu þau sjálf útbúa borðið sem forritunarmúsin ferðast um. Börnin er ótrúlega hugmyndarík og afrakstur vikunnar eru fjórar frábærar sögur sem hóparnir sömdu. Síðan teknuðu þau 10x10 cm. myndir sem músin getur ferðast um. Hér er hægt að lesa sögurnar þeirra.

 

Janúar á Lundi - 30.1.2018

Í janúar hefur gætt ýmissa grasa hjá okkur á Lundi.  Vináttuverkefnið hefur teygt anga sína í leikfimitímana okkar á þriðjudögum þar sem við förum nú í skemmtilega leiki því tengdu. Í málfræði- og stærðfræðitímum hafa börnin verið dugleg við að fylgja margþættum fyrirmælum þar sem þau þurfa meðal annars að klippa út viðfangsefnin sín og líma þau svo á rétta staði.  Við lásum fyrir börnin bókina Mínir einkastaðir þar sem áhersla er lögð á líkamsvirðingu og hvar eðlileg mörk liggja. Bókin var svo rædd í hópnum og þeim kennt að segja stopp, hættu, ég vil þetta ekki. Þeim var svo sýnd myndin Leyndarmálið (sjá hér) sem leggur áherslu á að börn segi frá ef á þeim sé brotið. Svo höfum við auðvitað notið vetrarblíðunnar!


Upplýsingatækni - 25.1.2018

Í þessari viku voru börnin að læra fyrsta stig forritunar. Við lékum okkur með nýju músina okkar. Börnin voru ekki lengi að skilja um hvað forritun snýst. Leikfanginu fylgir hjálpatæki eins og örvar til þess að minna á hvernig við getum matað músina af upplýsingum um það hvert við viljum að hún fari. Með samvinnu og hjálpsemi tókst börnunum að koma músinni í ostinn sinn, þó svo að sum borðin sem í boði voru væru mjög flókin. Þetta var frábærlega skemmtilegt sögðu þau í lok tímans. 


Umhverfisálfar - 25.1.2018

Í dag fóru tvö börn í hlutverk umhverfisálfa og fóru um leikskólann til þess að ræða við starfsfólk og börn um umhverfisvernd. Markmiðið er að efla umhverfisvitund allra sem kenna og nema í leikskólanum Álfaheiði, en eins og allir vita þá er skólinn Grænfánaskóli. Börnin skoðuðu flokkunarstöðvar þar sem þær eru og veittu umhverfisviðurkenningu ef vel var staðið að verki (mynd af Flóka). Svo spjölluðu þau um umhverfisvernd og spurðu börnin spurninga m.a. hvort þau væru dugleg að flokka í leikskólanum og heima, hvort þau væru dugleg að drekka vatn og ekki hvað síst hvort þau væru friðsöm. 


Bóndadagurinn - 24.1.2018

Þann 17. janúar héldum við upp á bóndadaginn, meðal annars með pabba- og afakaffi, þar sem boðið var upp á ljúffengan þorramat með kaffinu. Það var gaman að sjá hversu margir litu við.


Upplýsingatækni - 19.1.2018

Við héldum áfram að vinna með ChatterPix-Kid forritið. Börnin teiknuðu að eigin vild persónu, dýr, hlut eða hvað sem er. Síðan tóku þau ljósmynd af því sem þau höfðu teiknað og létu það lifna við. Þau gerðu munn og svo töluðu þau inn á myndina og skreyttu hana að vild í forritinu. Börnin voru einstaklega hugmyndarík og höfðu mikla ánægju af þessari skapandi vinnu.

Upplýsingatækni - 12.1.2018

Við erum byrjuð í upplýsingatækni. Börnin á Lundi fara einu sinni í viku í sérstaka upplýsingatæknitíma til þess að efla sig í upplýsingatækninotkun. 
Lögð er megin áhersla á að kenna börnunum umgengni við iPadinn, deila með öðrum, efla félagslegt samspil og læra að nýta iPadinn á skapandi hátt. Börnunum er kennt að nota ákveðin forrit sem hægt er að nýta á skapandi vegu og svo geta þau æft sig heima og  í daglegu starfi í forritinu. Við ætlum einnig á vorönninni að legga áherslu á grunnþætti í forritun. Kennari barnanna í upplýsingatækni verður Fjóla sérkennari og upplýsingatæknikennari. Við hvetjum foreldra til þess að fylgjast með og hvetja börnin til þess að reyna sig í forritunum heima. Í þessari fyrstu viku voru börnin að læra á forritið ChatterPix- Kids.  Forritið er ókeypis og mjög auðvelt í notkun. Börnin voru strax komin með margar hugmyndir um það hvernig þau geta notað það. Við tókum m.a. mynd af risaeðlulampa sem við sáum inni á Hlíð og börnin létu risaeðluna gefa frá sér ógurleg hljóð. Hér fyrir neðan má sjá hópana vinna, en við erum með fjóra 5-6 manna hópa og fáum iPada lánaða á næstu deildum svo börnin geti verið 2-3 með hvern iPad. 


Jólaleikrit og tónlist í Álfhólsskóla - 20.12.2017

Í gær var okkur boðið upp í Álfhólsskóla þar sem við hlýddum m.a. á meðlimi úr Skólahljómsveit Kópavogs flytja fyrir okkur nokkur jólalög.

6. bekkingar fluttu svo leikrit byggt á kvæðum Jóhannesar úr Kötlum um jólasveinana úr ljóðabók hans Jólin koma (1932)

Heimsókn í Álfhólssskóla - 15.12.2017

Í dag buðu þær Embla, Helga Fanney og Dagmar Vala okkur upp í Álfhólsskóla að skreyta piparkökur. Stelpurnar eru hjá okkur í leikskólavali sem ætlað er til að styrkja tengsl á milli skólastiga og gefa unglingum í leiðinni færi á að kynnast því fjölbreytta starfi sem fram fer á leikskólum Kópavogs. Að því loknu var okkur boðið í rausnarlegt vöffluboð. 


Einnig héldum við generalprufu á helgileiknum og gekk allt að óskum.Jólakötturinn - 12.12.2017

Í dag fórum við og fengum fræðuslu um jólaköttinn og önnur kattardýr á Bókasafni Kópavogs.  Síðan var lesin fyrir okkur jólasaga. Takk fyrir okkur!

Rauður dagur - 12.12.2017

Rauður dagur var á leikskólanum seinasta föstudag og var þáttakan mjög góð og setti mikinn og skemmtilegan svip á daginn.


Heimsókn í Álfhólsskóla - 6.12.2017

Okkur var boðið upp í Álfhólsskóla í dag þar sem vel var veitt af piparkökum og dýrindis heitu súkkulaði. Svo voru auðvitað sungin nokkur jólalög.

Vinagangan - 8.11.2017

Í dag gengum við gegn einelti upp að íþróttahúsinu í Digranesi ásmt öðrum leikskólum í Kópavogi og Álfhólsskóla. Þar var rætt um mikilvægi vináttunnar og mikilvægi þess að segja frá ef illa er komið fram við okkur. Leynigestur viðburðarins var svo Lalli töframaður sem sýndi vel valin töfrabrögð við góðar undirtektir.


Heimsókn - 30.10.2017

Í dag komu börn úr 1. bekk í Álfhólsskóla í heimsókn til okkar og fræddu okkur um hvað gott væri að kunna áður en maður byrjar í grunnskóla. 

Takk fyrir komuna!

Fagnaðarfundur - 29.9.2017

Í dag var haldinn fagnaðarfundur á Lundi og börnin útbjuggu sér fjöðrum skrýdda indjánahatta og fóru í stoppdans.

Góða helgi!

Ferð í Hörpu - 27.9.2017

Í gær tókum við rútu niður í miðbæ Reykjavíkur og heimsóttum Hörpu. Þar hlýddum við á Sinfóníuhljómsveit Íslands flytja fyrir okkur færeyska tónlistarævintýrið Veiða vind við tónlist Kára Bæk og íslensk þjóðlög í hljómsveitarbúningi Jóns Leifs.