Value Based Education

Sími 4415400

Brekka s.6950919

Fyrirsagnalisti

Sumarhátíð - 27.6.2017

Það var mikið fjör hjá okkur í dag. Börnin voru glöð og kát með hoppukastala og dugleg að útbúa skraut til þess að hengja upp í garðinum. Takk foreldrar að gefa ykkur tíma til að koma og taka þátt í gleðinni. 


Hjóladagur - 8.6.2017

Það var hjóladagur hjá okkur í dag. Það var gaman að fylgjast með börnunum og sjá framfarirnar sem urðu þegar líða tók á daginn. Við vonum að foreldrar haldi áfram að veita börunum tækifæri til þess að æfa sig í að hjóla í sumar. 


Byggingarleikur - 2.6.2017

Í vetur hafa piltarnir verið duglegir við að leika sér með einingakubbana. Byggingar þeirra verða alltaf flóknari og flóknari eins og sjá má. Að baki liggja margar tilraunir með burðarþol og hönnun þannig að undrstöður séu tryggar. Frábært hjá þeim. 


Úti að leika - 31.5.2017

Nú erum við farin að vera meira úti að leika okkur, það er að koma sumar. 


Gaman saman - 31.5.2017

Gönguferð - 19.5.2017

Við notuðum góða veðrið og fórum í gönguferð í Fossvoginn. Þar lékum við okkur í hópleikjum og snæddum nestið okkar. Frábær ferð. 


Opið hús - 11.5.2017

Takk kærlega fyrir komuna í dag, það var gaman hversu margir gáfu sér tíma til að stoppa við að loknum danssýningunum. Mikið stóðu börnin sig vel, það er ekkert smá sem við erum stolt af þeim. 


Að takast á við áskoranir - 26.4.2017

Í gönguferðinni í dag voru bönin að reyna sig við að komast upp á stóra steina. Þau sýndu mikið hugrekki, áræðni og útsjónarsemi. 


Sól á bakið - 26.4.2017

Í hádeginu er ósköp notalegt að fá sól á bakið. 


Páskalegt - 28.3.2017

Það er að verða mjög páskalegt hjá okkur. Börnin eru áhugasöm við að skapa hvers kyns páskaföndur. 


Dans - 22.3.2017

Rakel Ýr er að kenna okkur að dansa. 


Göngferð - 15.3.2017

Börn fædd 2013 fóru í skemmtilega gönguferð í morgun. Þau tóku myndir af öllu sem var grænt á litinn, teiknuðu í snjóinn með trjágreinum og svo komu þau við á leiksvæðinu við Álfhólsskóla á heimleiðinni. 


Eurovision áhrif - 10.3.2017

Þessi mynd segir meira en nokkur orð. 


Leikfimi í Digranesi - 10.3.2017

Á föstudögum fara eldri börnin í leikfimi í íþróttahúsinu Digranesi. Það fara þau í leiki og þrautabrautir ýmiskonar. Börnunum þykir þetta ákaflega skemmtilegt. 


Huggulegheit - 7.3.2017

Við fengum okkur kakó og kex úti í dag. Það var afar huggulegt.


Fingramálun - 7.3.2017

Við vorum að mála með fingrunum í dag. 


Heimilið okkar - 7.3.2017

Þessa dagana erum við að fjalla um heimilin okkar, út frá Barnasáttmálanum. Piltarnir voru að mála húsin sín í myndlist í dag eins og sjá má. 


Opið flæði - 3.3.2017

Í dag vorum við með opið flæði hér í Álfaheiði. Börnin gátu farið um allan leikskólann og leikið sér að vild. Nokkuð mörg börn frá okkur völdu að leika sér á Lundi. Þar var spilað og fl. 


Öskudagur - 3.3.2017

Það var mikið líf og fjör á öskudaginn eins og sjá má á þessum myndum. Bæði börn og starfsfólk mætti í búningum og mikil fjölbreytni var í búningavali. 

Gönguferðir og heimsóknir - 27.2.2017

Börn fædd 2012 hafa verið að fara með kennurunum sínum heim til allra barnana í árganginum sínum.  Það er frekar langt að fara heim til Gabríels Alexanders og því gengum við heim til hans og tókum svo strætó aftur í leikskólann.