Value Based Education

Sími 4415400

Foreldrar

Foreldrar

Í leikskólanum er lögð áhersla á að samstarf heimilis og skóla byggi á gagnkvæmum skilningi og virðingu fyrir viðhorfum og þekkingu hverra annarra þar  sem umhyggja og velferð barnanna er höfð að leiðarljósi. Samstarf þetta byggir á þeirri forsendu að foreldrar beri meginábyrgð á uppeldi barna sinna. Mikilvægt er að að starfsmenn leikskólans og foreldrar geti treyst hver öðrum, deilt sjónarmiðum sínum og tekið sameiginlegar ákvarðanir er varða börnin. Leitast er við að hlusta eftir sjónarmiðum foreldra og stuðla að áhrifum þeirra m.a. í gegnum foreldraráð leikskólans og þátttöku í innra mati.

Hér er að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar fyrir foreldra. Í Álfaheiði er starfandi bæði foreldrafélag og foreldraráð. Sjá frekari upplýsingar undir hnöppunum hér til hliðar.Þetta vefsvæði byggir á Eplica