Value Based Education

Sími 4415400

Hjalli s.8214917

Fyrirsagnalisti

Bleikur dagur - 9.10.2018

Á föstudaginn 12. október er bleikur dagur hér í leikskólanum. Þann dag ætlum við að mæta í einhverju bleiku.Bleikur_dagur

Ísabella - 9.10.2018

Þetta er hún Ísabella. Ísabella er fædd 12. nóvember 2016 og við styrkjum framfærslu hennar til 18 ára aldurs. Leikskólinn Álfaheiði er nefnilega Sólblóma leikskóli, en í því felst að leikskólinn styrkir eitt ákveðið barn í SOS Barnaþorpi eða styrkir samtökin á annan hátt, t.d. með söfnun einu sinni á ári. SOS Barnaþorpin eru stærstu einkareknu barnahjálparsamtökin í heiminum sem sérhæfa sig í að útvega munaðarlausum og yfirgefnum börnum heimili, foreldra og systkini.

Við erum stolt af því að styrkja framfærslu Isabellu sem býr í SOS barnaþorpinu Mwansa í Tansaníu. Í því búa 60 börn ásamt SOS mæðrum sínum en 1200 önnur börn njóta góðs af starfseminni í kringum þorpið. 

Á afmælisdegi Isabellu bjóða börnin foreldrum sínum upp á afmæliskaffi og safna peningum til styrktar henni. Elstu börn leikskólans hafa það hlutverk að sjá um að velja afmælis- og jólagjafir handa henni og útbúa kort. Einnig fara þau á pósthúsið með pakkana og heimsækja SOS samtökin. Það ríkir alltaf mikil gleði í barnahópnum þegar þau fara með söfnunarféð í Hamraborgina þar sem aðsetur SOS samtakanna er.

Isabella_1539082579748

 

Gönguferð í garðinum - 4.10.2018

Við fórum í gönguferð í dag innan garðsins hér í Álfaheiði. Markmiðið var að finna laufblöð til þess að útbúa fallegar haustmyndir. Nærtækast var að finna lauf í garðinum okkar, því þar er nóg af laufum. Mosaic7a45a0d3cc048c7c668e7aa57241a1092fe02c93

Myndlist - 3.10.2018

Yngri barnahópurinn var í myndlist í morgun. 


Mosaicc33336ef3376956e8f615289fc05635656fab6b4

Val milli deilda - 28.9.2018

Í morgun fengu börnin að velja sér viðfangsefni bæði á Brekku, Hjalla og í Lóninu. Það þótti þeim afar spennandi. Eftir valið var svo brunað í leikfimi í íþróttahúsi HK.
Mosaic7095e4323023258134091d67b3f79f5a64e99dbd

Bangsinn María kemur og fer - 28.9.2018

Eldri börnin á Brekku og Hjalla komu saman í morgun til þess að skoða hvað á daga Maríu hefur drifið. Hún fór heim með barni um síðustu helgi og fer svo aftur núna um helgina heim með barni. Mosaic6b6556d0f0b933388e22303ab629acad4f807d92

Fagnaðarfundur - 28.9.2018

Það  var fagnaðarfundur í morgun. Allir komu saman á sal og sungu saman nokkur lög. Elstu börnin stýrðu stundinni að vanda með glæsibrag og dregið var úr friðarkrukkunni góð spakmæli barnanna um frið. Mosaic182bc4939cb208437fbc47cbfe82c8374d46a7b4

Gönguferð - 27.9.2018

Við fórum í gönguferð í dag að Álfhólnum við Álfhólsskóla-Digranes. Við ræddum um álfa og hlustuðum eftir því hvort við heyrðum í álfum í hólnum. Börnin voru sannfærðu um að þau heyrðu álfana vera að elda sér hádegisverð. Svo fengum við okkur nesti vatn og döðlur. Mosaic5abcf176062d32509f54508006509496101543bf

Bangsinn María - 21.9.2018

Það ríkti mikil eftirvænting í sameiginlegri lífsmenntastund Brekku og Hjallaí dag því á dagskránni var "María". Þegar börnin heyrðu að María er bangsi sem ætti í vetur að fara heim með þeim magnaðist spennan um helming. Svo kom að því að draga hvert hann færi fyrst og upp kom nafn einnar stúlkunnar sem kættist mjög að fá hann heim með sér. Börnin koma svo til með að fara heim með Maríu hvert og eitt í vetur. Foreldrr aðstoða börnin við að svara spurningum sem eru í möppu með Maríu. Pokanum utanum Maríu og möppuna á svo að skila á mánudegi. Þá koma börnin saman aftur og ræða um það sem skrifað var í möppuna. 

Mosaic1d106058ee8bca1d73fe301a1f460ec406caf4ac

Fagnaðarfundur - 21.9.2018

Í dag var haldinn fagnaðarfundur í salnum. Það kom til okkar rithöfundurinn Jóna Valborg Árnadóttir og las upp úr bók sinni Brosbókin. Jóna Valgerður hefur samið nokkrar frábærar barnabækur sem við eigum hér í leikskólanum. Ein bókanna er Knúsbókin sem við lesum reglulega fyrir börnin. Elstu börnin á Lundi sáu um að stýra stundinni og við sungum saman nokkur lög. Mosaicf717be69f0474506e32dec1ab9e61dc155ed7783

Fyrirlestur um málþroska barna - 19.9.2018

Núna síðdegis hélt Ásthildur B Snorradóttir fyrirlestur fyrir allt starfsfólk leikskóana sem eru í Læsisverkefninu. Þessi fyrirlestur kemur í stað háfsdags skipulagsdags 2. janúar nk. en þá verður leikskólinn lokaður. Starfsfólkið í Álfaheiði allt verður þá búið að sækja tvo vandaða fyrirlestra á síðdegis og á kvöldin til þess að vinna af sér skipulagsdaginn. Img_4071-small-

Fallegar sjálfsmyndir - 18.9.2018

Við höfum fengið fyrirspurnir um það hvernig börnin gerðu stóru fallegu sjálfsmyndirnar sem eru komnar upp á vegg. Hér má sjá myndaröð af framkvæmdinni. Börnin teiknuðu sjálfsmynd og fengu aðstoð kennara til þess að setja lím á blýantsstrikin. Þá létu börnin sand ofan á límið og helltu sandinum svo af. Myndin var látin þorna í viku, en þá var hægt að vatnslita þær. Niðurstaðan þessar bráðskemmtilegu og fallegu myndir. Mosaic5b4fe10f2ae31049d6ca55a5de912d1a171091a4

Hættum að nota plastpoka - 18.9.2018

Þar sem að leikskólinn Álfaheiði er umhverfisvænn Grænfánaskóli höfum við ákveðið að taka þátt í plastpokalausum september. Við munum því hætta að nota plastpoka hér með. Foreldrar þurfa hér eftir að koma með fjölnotapoka í leikskólann svo hægt sé að setja undir blautan og óhreinan fatnað barnanna. Fjolnotapokar

Skipulagsdagur - 14.9.2018

Í dag var skipulagsdagur og nýttum við hann starfsfólkið til þess að ræða ýmis mál, m.a. var farið yfir öryggisatriði, grænfánavinnuna, starfsmannamál og fl. Við fengum Pálmar Ragnarsson í heimsókn með svona "pepp" fyrirlestur og Rakel og Hildur sögðu frá stöðunni í læsisverkefninu. Deginum lauk svo með deildarfundum þar sem rætt var um skipulag og það sem er framundan í leikskólastarfinu. Mosaic0bd6e0572997fc2c4ca26d43c6cf06a92e5f6c43

Gönguferð - 13.9.2018

Það er alltaf jafn skemtilegt að fara í gönguferð í Álfhólsskóla Digranes. Börnin vildu ekki fara neitt lengra í dag, vildu bara fá að leika sér í leiktækjunum og það var sjálfsagt að verða við þeirri bón. Við fengum okkur svo líka nestið sem samanstóð af döðlum og vatni. Þetta var skemmtileg gönguferð. Mosaic627096f4ba95ef7bdaef7b78524c5ce7545a23e6

Dagur læsis - 8.9.2018

Alþjóðlegur dagur læsis er í dag, 8. september. Sameinuðu þjóðirnar UNESCO gerðu þennan dag að alþjóðadegi læsis fyrir 50 árum, árið 1966. Við hvetjum alla foreldra á Hjalla að lesa alla daga fyrir börnin sín. Menntamálastofnun hefur gefið út svokölluð læsisráð sem eru handhæg ráð til að örva málþroska barna. Við hvetjum foreldra til þess að kynna sér, en þau eru líka til á ensku og pólsku. 

Leikskólastigið er mikilvægt í læsisferlinu því þar er lagður mikilvægur grunnur í undirstöðuþáttum læsis. Þar vegur málþroskinn þyngst og því nauðsynlegt að hlúa vel að honum á þeim mikla grósku- og framfaratíma sem leikskólaaldurinn er.
Í tilefni dags læsis var gefið út veggspjald sem upplagt er að prenta út og hafa á ísskápum til þess að minna okkur á hvernig best er að haga sér við lestur fyrir aðra. Hvað einkennir góðan lesara?

Daglegt líf - 7.9.2018

Kolbrún hefur hafið störf hjá okkur á Hjalla og kom það sér nú vel því Hrönn deildarstjórinn okkar er komin í stutt veikindaleyfi. Lífið gengur vel hér á Hjalla, börnin eru að aðlagast hvert öðru og nýjum aðstæðum. Á haustin má alltaf búast við því að lúsin fari á stjá og það hefur hún gert hjá okkur. Við viljum þakka ykkur foreldrar fyrir að bregðast vel við beiðni okkar um að kemba börnin, það er afar mikilvægt að allir taki þátt því lúsin getur heimsótt hvaða heimili sem er. Það er að ganga hjá okkur hlaupabóla og má búast við að í næstu viku veikist eitthvað af þeim börnum sem ekki hafa verið bólusett fyrir henni. 

Í dag var fagnaðarfundur í salnum, við sungum saman nokkur lög sem Lundarbörnin voru búin að velja fyrir okkur og dregin voru upp úr krukku spakmæli frá börnunum á Lundi. Þetta voru fróðleiksmolar um hvað gildið okkar snýst, en núna erum við að vinna með gildið Friður. Hér má sjá námskrána sem við vinnum eftir. Í lokin fengu allar deildir að velja sér óskalag og völdu börnin á Hjalla að syngja vinalagið. Hafið það gott um helgina, hittumst hress á mánudaginn. 

Gönguferð - 6.9.2018

Við fórum í gönguferð í dag. Lékum okkur við Álfhólsskóla Digranes í drjúga stund. Við vorum svo heppin að geta fylgst með því þegar gámarnir við íþróttahúsið voru tæmdir. Það fannst börnunum afar áhugavert. Við settumst einnig niður og fengum okkur nesti, vatn og döðlur. Mosaicfaf0538e65ea2bcb27cc8aec966215970b706064

Myndlist - 5.9.2018

Á miðvikudögum höfum við listaskálann útaf fyrir okkur. Eins og sjá má þá verða þar til hin ýmsu listaverk.


Ævintýraskógur - 30.8.2018

Í dag fóru eldri börnin í gönguferð í Ævintýraskóg. Þar léku þau sér í skóginum og voru alveg viss um að í einum runnanum væri úlfur að fela sig. Við fengum okkur döðlur í nesti og settumst niður til þess að snæða þær í skógarlundinum. Þetta vefsvæði byggir á Eplica