Value Based Education

Sími 4415400

Hjalli s.8214917

Fyrirsagnalisti

Leikfimi - 18.5.2018

Einu sinni í viku á þriðjudögum fara börn fædd 2013 í leikfimi í Íþróttahúsið Digranes. Það er mikið fjör og mikið gaman eins og sjá má í þessu myndbandi. 

Heimsókn - 5.4.2018

Í gær fengum við gest frá menntavísindasviði HÍ, það var hún Skúlína Hlíf Kjartansdóttir aðjúnkt og doktorsnemi í menntunarfræðum með áherslu á upplýsingatækni. Skúlína hafði áhuga á að fylgjast með börnunum læra forritun.Upplýsingatækni - 28.3.2018

Eldri börnin voru í dag að leika sér með smáforritið Quiver. Þau lituðu myndir sem hægt er að nálgast á 
netinu og fylgdust svo með þeim lifna við í gegnum iPadana okkar. Þetta þótti þeim öllum mjög spennandi.

Opið hús - 11.5.2017

Við skemmtum okkur öll vel á opnu húsi í dag. Börnin stóðu sig með sóma í dansinum og voru mjög stolt þegar þau sýndu gestum sínum verkin sín. Í hádeginum var pylsupartý – gaman – gaman.


Útivera í góða veðrinu - 11.5.2017

Þegar gott er veður erum við mikið úti í allskonar leikjum.


Líf og fjör í apríl á Hjalla - 11.5.2017

Við höfum alltaf nóg fyrir stafni í leikskólanum. Börnin sem fædd eru 2012 eru byrjuð að fara þær gönguferðir sem þau völdu sér. Við fórum m.a. á sparkvöllinn í Álfhólsskóla og lékum okkur þar í stórfiskaleik og fótbolta.
Það er mjög gaman að leika sér úti í rigningunni eins og sjá má hjá börnunum sem fædd eru 2013 og ´14.
Innandyra er margt hægt að dunda sér við s.s. að leika leikrit, bjóða til veislu eða taka myndir.

Mars á Hjalla - 24.4.2017

Í mars sáum við brúðuleiksýninguna Íslenski fíllinn en þessi saga fjallar á einstakan hátt um vináttu og hvað það er mikilvægt að taka vel á móti þeim sem eru að aðlagast nýjum aðstæðum.  Eldri börnin eru mjög dugleg að teikna og ákáðu að búa til bækur til að teikna í.  Þau fóru í gönguferðir í Ævintýraskóginn og þar var ekki síður gaman að klifra en í Apaskóginum. Á leiðinn heim var sprett úr spori og margar tröppur sem fara þarf til að komast heim aftur. Einnig var farið á Vighólinn að leika sér. Yngri börnin fóru í heimsókn í leikskólann Efstahjalla og mikið var nú skemmtilegt að leika sér þar.

Börnin eru dugleg í dansinum og eru spennt að sýna ykkur foreldrunum sporin á opnu húsi þann 11. maí nk.Febrúar á Hjalla - 24.4.2017

Ýmislegt var brallað bæði inni og úti í febrúar. Innandyra vorum við að mála, teikna, klippa, leira, líma, kubba og tefla. Það er alltaf mjög skemmtilegt í opnu flæði en þá fá börnin að fara út um allt hús og leika sér. Listin var í hávegum höfð og yngi börnin skiptast á að vera veðurfærðingar á morgnanna. Það snjóaði mikið í febrúar og það er mjög skemmtilegt að leika sér í snjónum. Við förum í gönguferðir einu sinni í viku og í febrúar var farið að heimahúsum eldri barnanna. Apaskógurinn var heimsóttur og þar þarf að sýna mikið hugrekki þegar klifrað er í trjánum.


Öskudagurinn - 6.3.2017

Það var mikið líf og fjör á öskudaginn eins og sjá má á þessum myndum. Bæði börn og starfsfólk mætti í búningum og mikil fjölbreytni var í búningavali. 


Konudagurinn - 20.2.2017

Þær voru margar mömmurnar og ömmurnar sem mættu í morgunkaffið á konudaginn og gaman að sjá hversu margir mættu með fín höfuðföt. Við þökkum ykkur kærlega fyrir komuna.


Gönguferðir í janúar - 7.2.2017

Í janúar höfum við haft í nógu að snúast og hér má sjá myndir sem lýsa að einhverju leyti starfinu sem fram fer hjá okkur. Við förum í gönguferðir 1x í viku. Börnin sem fædd eru 2012 eru núna að fara að heimili hvers og eins í hópnum og það er gaman að setja skilaboð í bréfalúguna. Það er mikilvægt að vita heimilisfangið sitt og það eru þau að læra. Gönguferðir yngri barnanna  snúast um að finna litina í umhverfinu – Gulur – Rauður – Grænn – og Blár. En það er ekki síður gaman að leika sér úti þegar snjórin lætur sjá sig.


Bóndadagurinn - 24.1.2017

Það var góð mæting á Hjalla þegar við héldum upp á bóndadaginn og mikil spenna í loftinu þegar börnin komu með pabba og jafnvel afa líka. Allir gæddu sér á því sem var í boði en vinsælast var að fá sér flatkökur með hangikjöti.  Afarnir voru hrifnari af hákarlinum en pabbarnir og það voru þó nokkur börn sem smökkuðu á hákarlinum. Við þökkum gestunum kærlega fyrir komuna.Sumarleyfi - 2.1.2017

Nú hafa foreldrar og starfsmenn ákveðið sumarleyfið næsta sumar. Niðurstaðan hefur bara aldrei verið jafn afgerandi. Við munum fara í sumarleyfi 10. júlí og þá verður lokað á hádegi kl. 13 föstudaginn 7. júlí og lokað til þriðjudagsins 8. júlí kl.13.

Saga jólasveinanna - 13.12.2016

Börn fædd 2012 á Brekku og Hjalla voru í morgun að æfa sig í að flytja með aðstoð mynda sögu jólasveinanna. Stuðst var við jólasveinavísur  Jóhannesar úr Kötlum. Á föstudaginn 16. desember ætla þau svo að flytja söguna fyrir allan leikskólann.

Jólatréð skreytt - 8.12.2016

Þann 8. desember fóru Hjallabörnin upp á Lund og skreyttu þar jólatré leikskólans.


Heimsókn til barnanna - 6.12.2016

Við héldum áfram að heimsækja heimili barnanna í elsta hópnum. Núna fórum við að heimilum tveggja barna sem búa við Álfhólsveg og Álfaheiði. Við komum við á Álfhólnum og ræddum um af hverju göturnar draga nafnið sitt. Við veltum svo einnig fyrir okkur númerum húsanna og börnin sendu foreldrum sínum bréf þar sem sagði að við hefðum komið í heimsókn.

Jólakötturinn - 5.12.2016

Elstu börnin fóru í dag og litu á jólaköttinn í Bókasafni Kópavogs. Það er dagskrá sem er í samvinnu Náttúrufræðistofu Kópavogs og Bókasafnsins. Börnin hlustuðu á sögu um jólaköttinn og svo á fyrirlestur um kattardýr. Börnunum fannst þetta afar áhugavert og skemmtilegt, ekki hvað síst að fá að fara í strætó og skoða jólatréð á Hálsatorgi.

Leira - 2.12.2016

Við vorum að leira í dag.

Gönguferð að heimili - 22.11.2016

Í morgun fóru eldri barnahópurinn í gönguferð að heimili eins barnsins. Þau skoðuðu sig um í kringum húsið, reyndu að átta sig á númerinu. Á sumum heimilum barnanna eru há númer og á öðrum lág. Barnið setti bréf til foreldra sinna inn um bréfalúguna og er það nýjung hjá okkur að láta vita af ferðum okkar. Skemmtileg gönguferð.

Krókódílaspilið - 15.11.2016

Þetta er án vafa vinsælasta spilið á Hjalla eins og stendur, Krókódílaspilið.