Value Based Education

Sími 4415400

Fréttir og tilkynningar

Val um sumarleyfi - 10.12.2016

Leikskólanefnd Kópavogs ákvað á fundi sínum þriðjudaginn 22. nóvember 2016 að starfsfólk og foreldrar barna í leikskólum Kópavogs fái að kjósa um tvö sumarleyfistímabil sumarið 2017. Það tímabil sem flestir velja verður síðan fyrir valinu.

Um er að ræða tímabilið 29. júní til 26. júlí (lokað kl. 13 miðvikudaginn 28. júní og opnað aftur kl. 13 fimmtudaginn 27. júlí) og hinsvegar10. júlí til og með 4. ágúst 2017 (lokað kl. 13 föstudaginn 7. júlí og opnað aftur kl.13 þriðjudaginn 8. ágúst).

Nú hefur öllum starfsmönnum og foreldrum verið sendur tölvupóstur þar sem gefst tækifæri á að velja rafrænt um það tímabil sem hentar. Hægt er að taka þátt til 15. desember 2017. Ef þú hefur ekki fengið frá okkur tölvupóst viljum við gjarnan fá upplýsingar um það í netfang leikskólans.
 

Kirkjuferð - 9.12.2016

Við fórum í heimsókn í Hjallakirkju í morgun. Takk kærlega foreldrar, afar og ömmur sem komu og áttu stund með okkur. Elstu börnin léku helgileik og stóðu sig með stakri prýði. Þetta var notaleg stund á aðventunni. Góða helgi.

Jólastúss - 7.12.2016

Það hefur verið mikið að gera hjá okkur þessa vikuna. Við höfum verið í allskonar jólastússi bæði hér heima í leikskólanum og út um bæ. Elstu börnin á Hjalla og Brekku eru búin að fara og líta á jólaköttinn í Bókasafni Kópavogs. Það er dagskrá sem er í samvinnu Náttúrufræðistofu Kópavogs og Bókasafnsins. Börnin hlustuðu á sögu um jólaköttinn og svo á fyrirlestur um kattardýr. Börnunum fannst þetta afar áhugavert og skemmtilegt, ekki hvað síst að fá að fara í strætó.
Lundarbörnin fóru svo í heimsókn í Álfhólsskóla og fengu að vera með vinum sínum þar í jólastund og fengu piparkökur sem brögðuðust mjög vel.

Nýtt gildi - Kærleikur - 2.12.2016

Við komum saman á sal í morgun og fögnuðum nýju gildi Kærleikur og kvöddum Frið sem við höfum verið að vinna með frá því í september. Að vanda stjórnaði barn frá Lundi fagnaðarfundinum og við sungum nokkur lög, jólalög að þessu sinni.

Lesum áfram saman - 2.12.2016

Nú þegar lestrarátakinu okkar er lokið viljum við hvetja foreldra til þess að halda áfram að lesa fyrir börnin sín einu sinni á dag. Við þökkum ykkur öllum fyrir þátttökuna og Bókasafni Kópavogs fyrir góða samvinnu. Lesum áfram saman!

Fréttasafn


Atburðir framundan

Fagnaðarfundur 16.12.2016

Við ætlum að koma saman á sal í dag og syngja saman nokkur jólalög og dansa í kringum jólatréð okkar.

 

Sívertsenhúsið í Hafnarfirði 16.12.2016

Í dag heimsækja Lundarbörnin  Sívertsenhúsið í Hafnarfirði og kynnast jólunum í gamla daga.

 

Jólagleði í Álfhólsskóla 19.12.2016

Í dag fara Lundarbörnum á jólagleði í Álfhólsskóla kl. 10.00 þar sem fluttur verður helgileikur.

 

Jólafrí-LOKAÐ 26.12.2016

Við verðum í jólafríi til þriðjudagsins 27. desember.

 

Þrettándagleði 6.1.2017

Í dag kl. 9.30 kveðjum við jólin með þrettándagleði.

 

Skipulagsdagur-LOKAÐ 16.1.2017

Í dag er lokað vegna skipulagsdags. Daginn munum við nota til þess að skipuleggja vorönnina. Við auglýsum dagskrána nánar þegar nær dregur.

 

Bóndadagur 20.1.2017

Í tilefni dagsins bjóðum við pöbbum og öfum í morgunkaffi og þorrasmakk. Við ætlum svo að blóta þorra í allan dag.

 

Fleiri atburðir