Value Based Education

Sími 4415400

Fréttir og tilkynningar

Bóndadagur - 19.1.2017

Í tilefni af bóndadeginum á morgun verður pöbbum og öfum boðið í bóndadagskaffi og hér má sjá elstu börnin á kafi við að undirbúa það.
Snjóþotustuð - 19.1.2017

Nú er loksins kominn nægilegur snjór til að taka út snjóþoturnar og ekki þykir börnunum það amalegt.Skipulagsdagurinn 16. janúar - 11.1.2017

Við minnum á skipulagsdaginn næstkomandi mánudag en þá er leikskólinn lokaður.  Daginn mun starfsfólk nota til þess að skipuleggja vorönnina og verður farið yfir eftirfarandi mál:

- Starfsmannamál

- Eldvarnir og öryggismál

- Þróunarverkefnið Lesum saman

- Sérkennsluna á vorönn

- Skipulag á svæðum

- Nýtt gildi –  umburðarlyndi     

 

Kynning á vináttuverkefninu - 10.1.2017

Í dag fengum við til okkar góða gesti úr leikskólum í Garðabæ og Álftanesi. Fengu þær kynningu á vináttuverkefninu auk þess sem þær fengu leiðsögn um leikskólann.


Skjálöggurnar - 9.1.2017

Nýlega birti Ingvi Hrannar Ómarsson kennsluráðgjafi í Skagafirði ágætis grein á blogginu sínu um notkun barna á snjalltækjum. Ingvi Hrannar segir m.a. að foreldrar sjálfir eru mikilvægar fyrirmyndir varðandi tækninotkun og mikilvægt að þau líti EKKI á sig sem tækni-verði heldur fyrirmyndir og leiðbeinendur um notkun snjalltækja.
Við hvetjum alla til þess að lesa grein Ingva Hrannars hér.

Fréttasafn


Atburðir framundan

Bóndadagur 20.1.2017

Í tilefni dagsins bjóðum við pöbbum og öfum í morgunkaffi og þorrasmakk. Við ætlum svo að blóta þorra í allan dag.

 

Heimsókn í Bókasafn Kópavogs 26.1.2017 9:00 - 11:00

Í tilefni af afhendingu Ljóðastafs Jóns úr Vör er elstu börnunum í leikskólanum boðið að taka þátt í ljóðasmiðju á árlegu ljóðahátíðinni Dagar ljóssins.


Umsjónamaður smiðjunnar er Harpa Arnardóttir, leikkona og rithöfundur, sem leiðir börnin inn í heim ljóðlistarinnar með aðstoð trúðsins Gjólu. Harpa kennir krökkunum allt um galdur myndlíkinga og að koma auga á hið undursamlega og hjálpar þeim að færa hugsanir sínar í orð.
 

Fagnaðarfundur 27.1.2017

Við ætlum að koma saman og fagna nýju gildi Umburðarlyndi.

 

Dagur leikskólans 6.2.2017

Í dag höldum við upp á Dag leikskólans í níunda sinn. Dagur leikskólans er árlega 6. febrúar.

 

Lítil saga úr orgelhúsi 9.2.2017 10:00 - 11:00

Þann 9. febrúar ætla elstu börnin í heimsókn í Hjallakirkju og hlýða á tónlistarævintýrið Lítil saga úr orgelhúsi.


Lítil saga úr orgelhúsi er skemmtilegt tónlistarævintýri sem leiðir börn í undraheim pípuorgelsins. Sif, minnsta orgelpípan er orðin þreytt á eilífu rifrildi í orgelhúsinu. Hún fer burt að leita sér að betri stað að búa á. Þá verður uppnám í orgelhúsinu!
 

Fleiri atburðir