Value Based Education

Sími 4415400

Forsíðumynd 1


Forsíðumynd 2


Forsíðumynd 4


Forsíðumynd 3


Fréttir og tilkynningar

Úttekt á eldhúsinu - 18.4.2018

Nýverið tók Guðrún Adolfsdóttir, matvælafræðingur og ráðgjafi hjá rannsóknarstöðinni Sýni ehf út starfsemi eldhússins í Álfaheiði.

Markmið úttekta var að skoða hversu vel matseðlar, matur sem í boði er og hráefnisnotkun uppfyllir ráðleggingar Landlæknisembættisins sem leikskólar Kópavogs styðjast við. Einnig var aðbúnaður í eldhúsi kannaður og því hráefni sem til var á skoðunardegi.  

Okkur til mikillar ánægju komum við mjög vel út varðandi öll þessi atriði og aðeins var um lítilsháttar athugasemdir. Við óskum Elínu og hennar fólki í eldhúsi innilega til hamingju með vel unnin störf.Barnamenningarhátíð í Kópavogi - 16.4.2018

Við viljum vekja athygli á uppskeruhátíð Barnamenningarhátíðarinnar í Kópavogi sem fram fer þann 21. apríl næstkomandi.


Allir viðburðirnir eru ókeypis og öll fjölskyldan hvött til að taka þátt!


Pétur og úlfurinn - 13.4.2018

Í dag fengu börnin á leikskólanum að sjá brúðuleiksýninguna Pétur og úlfurinn.  Bernd Ogrodnik kom verkinu frábærlega til skila með handunnum trébrúðum sínum og börnin hrifust af töfrabrögðum brúðuleikhússins. Við þökkum kærlega fyrir okkur!

Blár dagur - 5.4.2018

Nú er vitundar- og styrktarátakið BLÁR APRÍL hafið í fimmta sinn og að venju nær átakið hámarki á sjálfan BLÁA DAGINN sem fram fer föstudaginn 6. apríl en þá eru allir hvattir til að klæðast bláu, fræðast um einhverfu og sýna einhverfum stuðning og samstöðu.


Heimsókn - 5.4.2018

Í gær fengum við gest frá menntavísindasviði HÍ, það var hún Skúlína Hlíf Kjartansdóttir aðjúnkt og doktorsnemi í menntunarfræðum með áherslu á upplýsingatækni. Skúlína hafði áhuga á að fylgjast með börnunum læra forritun.


Fréttasafn


Atburðir framundan

Dans! 23.4.2018

Rakel Ýr Ísaksen kennir börnunum létta dansa við hressa tónlist í dag

 

Dans 26.4.2018

Rakel Ýr Ísaksen kennir börnunum létta dansa við hressa tónlist í dag

 

Fagnaðarfundur 27.4.2018

Í dag höldum við fagnaðarfund og kynnum til sögunnar nýtt gildi, þakklæti.

 

1. maí 1.5.2018

Fyrsti maí er alþjóðlegur baráttudagur verkalýsðins. Á Íslandi var fyrsta kröfugangan gengin árið 1923 og varð dagurinn  löggiltur frídagur árið 1966. 1. Maí sem hátíðisdagur rekur uppruna sinn allt aftur til heiðni en þar markaði hann endalok vetrar og upphaf sumars.


Í dag er leikskólinn lokaður.

 

Opið hús 4.5.2018

Í dag er opið hús á leikskólanum og hvetjum við aðstandendur til að mæta og kynna sér skólann.

 

Fleiri atburðir