Value Based Education

Sími 4415400

Forsíðumynd 1


Forsíðumynd 2


Forsíðumynd 4


Forsíðumynd 3


Fréttir og tilkynningar

Föstudagur - 24.2.2017

Í dag söfnuðumst við saman og héldum fagnaðarfund þar sem að nýtt gildi, hugrekki, var kynnt til sögunnar.
Inni á kaffistofu var svo rífandi föstudagsstemmning.  
Góða helgi!


Heimsókn úr Hafnarfirði - 22.2.2017

Starfsmenn frá leikskólanum Tjarnarási í Hafnarfirði kíktu við í morgun og fengu hjá okkur kynningu á vináttuverkefninu. Einnig fengu þeir kynningu á öðrum þáttum leikskólastarfsins og má þar nefna lífs- og umhverfismenntina.


Heimsókn í Hörpu - 17.2.2017

Í dag fóru elstu börnin í menningarferð í Hörpu. Þar fengu þau að heyra Gullbrá eftir Eric Coates og Skrímslið litla systir mín eftir Eivöru Pálsdóttur við sögu Helgu Arnaldsdóttur. Sinfóníuhljómsveit Íslands spilaði undir lifandi sögulestri Halldóru Geirharðsdóttur og allir hlýddu dolfallnir á.

Foreldrafélagið - atburðir framundan - 16.2.2017

Kæru foreldrar

Á vormisseri er ýmislegt í gangi hjá foreldrafélagi Álfaheiðar.

Þann 3. mars nk. kemur Bernd Ogrodnik með brúðuleiksýninguna sína, Íslenska fílinn, í leikskólann Hér má lesa um sýninguna.

Í apríl hefst danskennsla allra barna á Álfaheiði. Rakel sérkennslustjóri og danskennari sér um kennsluna sem endar svo með sýningu á opnu húsi 11. maí nk.

Sveitaferð foreldrafélagsins verður 27. maí nk. kl. 13-15. Farið verður að Hraðastöðum eins og í fyrra. Fyrirkomulagið verður eins, þ.e. farið verður á einkabílum.

Á sumarhátíð leikskólans í júní hefur foreldrafélagið greitt fyrir hoppukastala.

Fljótlega kemur gjald foreldrafélagsins í einkabanka foreldra. Upphæðin er kr. 2.500 og hvetjum við foreldra til að greiða gjaldið. Allt sem kemur inn fer til barnanna okkar.

Kær kveðja frá stjórn foreldrafélagsins

Vorstemning - 10.2.2017

Veðrið lék svoleiðis við okkur eftir hádegi í dag. Græjurnar voru dregnar fram eins og á sumrin og svo eru páskaliljurnar í garðinum meira að segja farnar að stinga upp kollinum.


Fréttasafn


Atburðir framundan

Bolludagur 27.2.2017

Bolla...bolla... bolla. Við fáum bollur bæði í hádeginu og í kaffinu.

 

Sprengidagur 28.2.2017

Í dag er sprengidagur og þá er boðið upp á saltkjöt og baunir. . . .túkall!

 

Öskudagur 1.3.2017

Við ætlum að koma í furðufötum, búningum allskonar í dag og dansa saman í tilefni öskudags

 

Íslenski fíllinn 3.3.2017 14:00 - 15:00

Brúðuleikhússýningin, Íslenski fílinn verður sýndur föstudaginn 3. mars kl. 14.00.

Sýningin fjallar um lítinn munaðarlausan fílsunga sem flýrþurrkana í Afríku og heldur alla leið til Íslands til að leita að betri samastað.
 

Skipualagsdagur-LOKAÐ 17.3.2017

Það er lokað vegna skipulagsdags í dag. Dagskráin verður auglýst síðar.

 

Fleiri atburðir