Við fengum Grænfánann á 30 ára afmæli leikskólans

Leikskólinn fagnaði 30 ára afmæli í dag og í tilefni dagsins afhenti fulltrúi Landverndar okkur sjöunda Grænfánann. Elstu börnin tóku glöð á móti fánanum og auðvitað var sunginn afmælissöngurinn.

Við heiðrum þær Önnu Rósa, Þorbjörgu og Hrönn H. fyrir 30 ára starf, Halldóru fyrir 25 ára starf, Þórunni, Mörtu og Kristínu fyrir 20 ára starf og Aron, Lenu og Hildi fyrir 5 ára starf. Það er gæfa leikskólans hvað hann hefur á að skipa frábæru starfsfólki sem leggur sig fram um að börnunum líði sem best og eigi ánægjulega leikskólagöngu.