Jólasveinarnir
Íslensku jólasveinarnir eru 13 talsins. Foreldrar þeirra eru Grýla og Leppalúði en Jólakötturinn er húsdýr heimilisins. Fyrsti jólasveinninn kemur til byggða 12. desember og þess vegna er hefð fyrir því að setja skóinn út í glugga 11. desember. Jólasveinarnir koma svo til byggða einn af öðrum. Á myndinni má sjá nöfn þeirra og í hvaða röð þeir koma. Heimferð jólasveinanna hefst eftir aðfangadag og lýkur í síðasta lagi á þrettándanum 6. janúar.