Skóladagatal 2020 -2021

Núna eru börnin farin að tínast inn eftir gott sumarfrí og bjóðum við ykkur öll velkomin. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu ætlum við að passa sérstaklega vel upp á sóttvarnir og hefur foreldrum verið sendar upplýsingar varðandi þær.
Skóladagatalið fyrir næsta skólaár er komið á heimasíðuna en á á því eru tveir auka skipulagsdagar sem ekki voru teknir á síðasta skólaári vegna Covid. Að öðru leiti verður starfið vonandi með hefðbundnum hætti.