Hjóladagar, útskrift elstu barna og sumarhátíð

Nú er sumarið gengið í garð með mikilli útiveru og leik. Við förum í gönguferðir um næsta nágrenni og boðið verður upp á hjóladaga í sumar og verða þeir auglýstir með stuttum fyrrivara.  

Við munum bjóða upp á ávaxtahressingu fram að sumarlokun en í ágúst tökum við upp hefðbundinn morgunverð.  

Útskrift elstu barnanna fer fram fimmtudaginn 4. júní kl. 11.00 við hátíðlega athöfn á lóð leikskólans. Foreldrum útskriftarbarnanna er boðið í útskriftina en við verðum að takmarka fjöldann við tvo með hverju barni. Við ætlum að virða fjarlægðarmörk og að þessu að þessu sinni verður foreldrum ekki boðið í mat. 
 
Sumarhátíð og sólblómahátíð verður haldin föstudaginn 12. júní ef veður leyfir frá kl. 9.00 -15.00. Börn og starfsfólk ætlar að skemmta sér saman allan daginn. Við skreytum garðinn, fáum hoppukastala og foreldrafélagið býður upp á skemmtiatriði. 
Að þessu sinni verða hátíðin án foreldra og fjölskyldu.