Góðir gestir heimsóttu okkur í dag

Þátttakendur á leiðtogafundinum eru menntamálaráðherrar og formenn kennarasambanda ríflega tuttugu þjóða og gestirnir sem komu til okkar í morgun voru frá Finnlandi, Noregi, Suður Afríku og Brasilíu, auk Sigurðar formanns í Félagi stjórnenda í leikskólum.
Heimsóknin gekk mjög vel og gestirnir voru yfir sig hrifnir af okkar frábæra starfi og fallega skólanum okkar.
Börnin tóku einstaklega vel á móti gestunum, sem fengu bæði söng og knús og fengu að fylgjast með börnunum í leik og starfi.