Fagnaðarfundur - nýtt gildi umburðarlyndi

Í dag var fagnaðarfundur í umsjá elstu barnanna, við sungum saman og ræddum um nýtt gildi - umburðarlyndi sem við ætlum að fjalla um næstu þrjá mánuði. Hvað er umburðarlyndi, hvað er einstakt við hvert og eitt okkar, hvernig erum við ólík og hvernig erum við lík, í hverju er ég góð/ur og svona mætti lengi telja.