Fagnaðarfundur og afmæli leikskólans
Í dag var fagnaðarfundur á Lundi þar sem við sungum og skemmtum okkur saman og héldum upp á afmæli leikskólans sem er þann 1. desember. Fjórir starfsmenn voru heiðraðir, einn starfmaður fyrir 30 ára starf og þrír starfsmenn fyrir 5 ára starf. Það er svo sannarlega mikill auður fyrir skólasamfélagið að þar sé reynslumikið starfsfólk og stöðugleiki í starfsmannahaldi. Í tilefni dagsins fengum við afmælisköku og ostakassa að gjöf frá foreldrafélaginu og þökkum við kærlega fyrir okkur.