Skemmtileg og fræðandi heimsókn

Í dag fengum við í heimsókn frá Hjördísi, fræðslufulltrúa SOS Barnaþorpa á Íslandi og Sonam en hún ólst upp i SOS barnaþorpi í Tíbet/Indlandi. Sonam hefur tengingu við Ísland í gegnum SOS styrktarforeldri sem heitir Ingibjörg og er hún á Íslandi til að heimsækja Ingibjörgu og segja okkur frá lífi sínu. Sonam er menntaður kennari og var það ósk hennar að fá að heimsækja íslenska leikskóla til að læra af þeim og nýta þekkinguna í grunnskólum tíbetskra flóttabarna á Indlandi.
Sonam fræddi okkur um líf sitt í barnaþorpinu og sagði börnunum m.a. frá því þegar hún fékk sendar afmælisgjafir frá Ingibjörgu. Börnin í Álfaheiði voru mjög áhugasöm um sögu Sonam, sungu fyrir hana nokkur lög og og gáfu henni stein sem búið var að þæfa ull utan um. Við fræddum við Sonam um Isabellu, styrktarbarnið okkar og sýndum henni sitt lítið af hverju frá okkar starfi. Við þökkum Hjördísi og Sonam kærlega fyrir komuna okkar.

Fréttamynd - Skemmtileg og fræðandi heimsókn

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn