Heimsókn frá bæjarstjóranum

Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs kom í heimsókn til okkar í gær. Hún skoðaði leikskólann og svaraði spurningum barnanna.
Fyrir heimsóknina höfðu börnin verið að velta fyrir sér hlutverki bæjarstjóra og hún svaraði bráðskemmtilegum vangaveltum þeirra af bestu getu.
T.d.hvaða búning hún vildi vera í á öskudegi, hvort hún ætti börn og hvað hún gerir í vinnunni sinni.
Í umræðum um fjármagn sem fylgir verkefninu OKKAR LEIKSKÓLI (1000 krónur fyrir hvert barn, sem þau geta í sameiningu ráðstafað til að gera leikskólann sinn betri ), stakk bæjarstjórinn upp á því að kaupa eitthvað sem allir geta notað t.d. rólur. Þá var hún snarlega leiðrétt af einu barni sem sagði henni að það kostar allt of mikið, þau eiga bara 20.000 krónur.
Börnin sungu nokkur lög fyrir bæjarstjórann, meðal annars frumsamda lag elstu barnanna,,Sól á Tene og færðu henni fallegan borðdúk sem þau höfðu sjálf útbúið. Bæjarstjórinn ætlar að hafa dúkinn á skrifstofunni sinni og bauð börnunum að koma í heimsókn til sín með hækkandi sól.
Fréttamynd - Heimsókn frá bæjarstjóranum Fréttamynd - Heimsókn frá bæjarstjóranum Fréttamynd - Heimsókn frá bæjarstjóranum Fréttamynd - Heimsókn frá bæjarstjóranum

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn