Afmæli Isabellu

Isabella, styrktarbarn leikskólans, varð 7 ára þann 12. nóvember og við héldum upp á afmælið hennar þann 10. nóvember. Börnin bökuðu smákökur í tilefni dagsins og við buðum í afmæiskaffi og söfnuðum peningum til styrktar henni. Elstu börn leikskólans hafa það hlutverk að sjá um að velja afmælis- og jólagjafir handa henni og útbúa kort. Einnig fara þau á pósthúsið með pakkana og heimsækja SOS samtökin. Það ríkir alltaf mikil gleði í barnahópnum þegar þau fara með söfnunarféð í Hamraborgina þar sem aðsetur SOS samtakanna er.
Fréttamynd - Afmæli Isabellu

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn