Takk fyrir samveruna á foreldrafundinum

Á aðalfundi foreldrafélagsins þann 3. október var ákveðið að hækka framlag foreldra um 500 kr.
Framlag á önn fyrir eitt barn verður því 3000 kr. og 4250 kr. fyrir systkinapar.

Óskað var eftir framboðum í foreldrafélagið og við bjóðum velkomin og fögnum þátttöku eftirfarandi foreldra:
Halldóra (Heiðdís og Hinrik á Lundi og Hjalla)
Hrafnhildur (Árný og Steinþór á Lundi og Hlíð)
Elísa (Rebekka Ragný á Hjalla)
Sandra (Atlas og Hrafney á Lundi og Hjalla)
Jara (Bjarney og Urður á Hjalla og Hlíð)
Halldóra (Jóhann Jaki á Hjalla)

Sömuleiðis var óskað eftir framboðum í foreldraráð og við bjóðum velkomin og fögnum þátttöku eftirfarandi foreldra:
Arnór (Atlas og Hrafney á Lundi og Hjalla)
Snorri (Snorri og Gunnlaugur á Lundi og Hlíð)
Halldóra (Jóhann Jaki á Hjalla)
Hildur (Ólafur á Brekku)

Við þökkum fráfarandi félögum í foreldraráði og foreldrafélagi kærlega fyrir vel unnin störf í þágu allra barna í Álfaheiði.
Hrönn Valgeirsdóttir sérkennslustjóri kynnti foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf sem öllum foreldrum barna í Álfaheiði stendur til boða í vetur (ykkur að kostnaðarlausu). Ykkur berast nánari upplýsingar í tölvupósti fljótlega, en fyrsta fræðslukvöldið verður haldið í leikskólanum þann 18. október n.k.