Grænfánanum fagnað

Í dag tókum við á móti áttunda grænfánanum í sól og blíðu á Degi umhverfisins og afmælisdegi grænfánans. Við höfum flaggað grænfánanum frá árinu 2008 og á tveggja ára fresti þarf að sækja um endurnýjun grænfánans til Landverndar með því að sýna fram á að skrefunum sjö sem umhverfisstarfið byggist á sé viðhaldið. Grænfáninn er alþjóðlegt umhverfismerki sem nýtur virðingar víða í Evrópu sem tákn um árangursríka fræðslu og umhverfisstefnu í skólum. Á síðasta tímabili unnum við með þemun átthagar og landslag og hnattrænt jafnrétti. Næstu tvö árin ætlum við að leggja áherslu á neyslu og úrgang og átthaga og landslag. Umhverfissáttmáli leikskólans, Okkur þykir vænt um jörðina lýsir í stuttu máli heildarstefnu skólans í umhverfismálum, umhverfismennt og framtíðarsýn og var sáttmálinn ákveðin á umhverfisfundi elstu barna leikskólans.
Fréttamynd - Grænfánanum fagnað Fréttamynd - Grænfánanum fagnað

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn