Kærleikskaffi

Í febrúar héldum við kæleikskaffi og það var mikil spenna í loftinu þegar börnin tóku á móti foreldum og öðrum gestum á deildina sína þar sem boðið var upp á flatkökur með hangikjöti og kleinur. Börnin sýndu stolt ýmis verkefni sem þau höfðu gert: Hvað gerir mamma, hvað gerir pabbi, hvað gerir kennarinn? Eins veltum við fyrir okkur hvað kærleikur er og bjuggu börnin til ýmis listaverk sem túlka kærleikann.