Fríða heiðruð fyrir 25 ára starf hjá Kópavogsbæ

Það var hátíðleg athöfn í Salnum í janúar þegar stór hópur starfsfólks var heiðrað fyrir 25 ára starf hjá Kópavogsbæ. Í hópnum var hún Fríða deildarstjóri á Brekku. Fríða hefur starfað öll þessi ár í Álfaheiði og eru það mörg börnin sem hafa notið hennar umönnunar og handleiðslu í gegnum árin, innilega til hamingju kæra Fríða.