Jólin kvödd og vasaljósadagur

Börnin mættu með vasaljós á þrettándanum og leituðu að hver sínu endurskinsmerkinu í skini vasaljósanna. Kveikt var upp í eldstæðinu og jólin voru kvödd með söng. Í lokin gæddum við okkur á piparkökum og heitu kakói.