Álfaheiði réttindaskóli Unicef

 
Föstudaginn 18. nóvember fengu fimm leikskólar í Kópavogi viðurkenningu sem fyrstu leikskólar heimsins til þess að geta kallað sig Réttindaskóla Unicef.
Við í Álfaheiði höfum verið þátttakendur í þróunarverkefni í innleiðingu þessa verkefnis á leikskólastiginu, ásamt Arnarsmára, Furugrund, Kópahvoli og Sólhvörfum.
Elstu börn leikskólans voru fulltrúar okkar allra á stórri hátíð í Salnum þar sem viðurkenningarnar voru afhentar. Einnig söng risastór barnakór tvö lög og voru þau sér og okkur öllum til sóma og gaman að uppskera eftir áhugaverða og krefjandi vinnu.
Nú höldum áfram með verkefnið því til þess að halda viðurkenningunni þarf verkefnið áfram að vera lifandi í öllu skólastarfinu. 

Hér má sjá frétt úr kvöldfréttum RÚV



Fréttamynd - Álfaheiði réttindaskóli Unicef Fréttamynd - Álfaheiði réttindaskóli Unicef

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn