Opið hús og útskrift elsta árgangs.
Opið hús fyrir foreldra allra barna leikskólans og útskrift elsta árgangs var 13. maí.
Börn allra deilda voru með danssýningu á Lundi. Eftir dansinn gafst foreldrum loksins tækifæri á að skoða deildir barnanna sinna og spjalla við starfsfólk. Gangar leikskólans voru skreyttir með verkum barnanna og boðið var upp á kaffi og meðlæti.