Það er gaman að lesa saman

Lestrarátakið - Það er gaman að lesa saman, byrjaði í gær og stendur allan nóvember. Þetta er samstarfsverkefni foreldra, barna, starfsfólks og Bókasafns Kópavogs. Við fengum lánaðar bækur á bókasafninu og börnin mega fá lánaða bók heim og lesa með foreldrum sínum. Í lok mánaðarins gerir hver deild eitthvað skemmtilegt saman.
Fréttamynd - Það er gaman að lesa saman

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn