Value Based Education

Sími 4415400

Öryggismál

13.1.2015

Öryggismál

Mikið er lagt upp úr öryggismálum og forvörnum í leikskólanum bæði hvað varðar börn, starfsfólk húsnæðið og lóð.     

Ferðir
Börnin í leikskólanum fara í ýmsar lengri og skemmri vettvangsferðir. Ýmist er farið með litla eða stóra hópa. Í gönguferðum nota börnin endurskinsvesti og þegar farið er með rútu er skilyrði að í henni séu öryggisbelti.  

Öryggisnefnd
Öryggisnefnd er starfandi sem í eru öryggistrúnaðamaður og öryggisverðir sem fara yfir þá þætti sem varða öryggi innan leikskólans. Ef foreldrar sjá eitthvað sem betur mætti fara vinsamlegast  hafið samband við leikskólastjóra.

Eftirlit úti og inni  
Starfsfólk leikskólans sinnir inni – og útieftirliti til að tryggja öryggi barnanna og er leikskólalóðin yfirfarin á hverjum morgni. Heilbrigðiseftirlitið fylgir eftir að viðhald og umgengni húsnæðis og lóðar valdi ekki heilsutjóni. Einnig fylgjast þeir með öryggi matvæla. Kópavogsbær er með starfsmann sem tekur út lóð og leiktæki nokkrum sinnum á ári. Einnig fer fram skoðun viðurkenndra úttektaraðila á lóð og leiktækjum.

Áfallaráð
Lögð er áhersla á að starfsfólk leikskólans bregðist rétt við ef áfall eða náttúruvá ber að höndum. Áfallaráð leikskólans skipa leikskólastjóri, aðstoðarleikskólastjóri, sérkennslustjóri og tveir starfsmenn deilda. Mikilvægt er að foreldrar láti deildarstjóra vita ef alvarleg veikindi eða dauðsfall verður í fjölskyldu barnsins.

Rýmingræfingar
Gerðar eru fjórar rýmingaræfingar  með börnunum á ári   

Hagnýtar upplýsingar um loftgæði
Almannavarnir, Umhverfisstofnun, Samband íslenskra sveitarfélaga og Sóttvarnalæknir hafa fengið nokkuð af fyrirspurnum frá leik- og grunnskólum um hvar upplýsingar megi finna varðandi gosmengunina. Almannavarnir gefa út tilkynningar þegar háir mengunartoppar ganga yfir og nauðsynlegt er að fólk haldi sig inni og loki gluggum. Athugið að mengunartoppar ganga jafnan hratt fyrir. Það breytir ekki því að gosmengun getur legið í loftinu í lægri styrk og við höfum því hvatt fólk til að treysta á eigin skynfæri og skynsemi. Ef fullorðnir finna fyrir einkennum og óþægindum og líður betur inni gildir það sama um börnin. Engin ástæða er til að ætla að SO2 mengun sé hættilegri börnum en fullorðnum, að mati Sóttvarnalæknis.

Á heimasíðum Umhverfisstofnunar og embættis Landlæknis er sérstakur borði merktur gosmenguninni og þar má nálgast allar almennar upplýsingar. Þar er til dæmis gagnlegt að skoða töfluna sem sýnir rétt viðbrögð við SO2 mengun. Hún útlistar viðbrögð eftir styrk mengunar og eftir því hvort um heilbrigt fólk sé að ræða eða fólk sem er viðkvæmt. SO2 taflan er aðgengileg hér

Daglegar spár um dreifingu mengunarinnar og loftgæðin má nálgast á vef Veðurstofunnar og styrkur mengunarinnar er mældur og miðlað á vefsíðunni Loftgæði. Þar má sjá punkta og þegar smellt er á þá má sjá mælingu mengunarinnar á þessum stöðum. Ekki eru allir mælar á landinu nettengdir með þessum hætti en virkni þeirra tryggir að viðvaranir eru gefnar út þegar mengunartoppar ganga yfir. Fjölmiðlar gegna veigumiklu hlutverki við miðlum upplýsinga til almennings og því er nauðsynlegt að fylgjast grannt með þeim og fylgja leiðbeiningum almannavarna sem þar koma fram.Þetta vefsvæði byggir á Eplica