Value Based Education

Sími 4415400

Foreldraráð

Foreldraráð

Samkvæmt lögum um leikskóla frá 29. maí 2008 skal leikskólastjóri hafa frumkvæði að kosningu í ráðið. Skal kosning fara fram í september á hverju ári og skal kosið til eins árs í senn. Í foreldraráði sitja að lágmarki þrír fulltrúar.  Hlutverk foreldraráðs er að gefa umsagnir um skólanámskrá og aðrar áætlanir sem varða starfsemi leikskólans. Góðar upplýsingar eru um hlutverk foreldraráða hjá Heimili og skóli.

FORELDRARÁР2016-2017

Silja Ingólfsdóttir, formaður
Svanhildur Anja Ástþórsdóttir, ritari
Einar Sigurðsson
Ingibjörg Sólrún Ágústsdóttir
Elísabet Eyjólfsdóttir, leikskólastjóri


Starfsreglur foreldraráðs:

  • Leikskólastjóri kallar ráðið saman til fyrsta fundar fyrir 15. október ár hvert.
  • Formaður og ritari ráðsins eru kosnir á fyrsta fundi ráðsins
  • Foreldraráðið ákveður fastann fundartíma á fyrsta fundi
  • Aukafundir eru haldnir ef þurfa  þykir
  • Ef tveir aðilar innan ráðsins óska eftir aukafundi skal boða til hans innan viku frá beiðni til formanns.
  • Fundargerðir skulu birtar á heimasíðu leikskólans.
  • Ráðið getur kallað til aðra foreldra eða starfsmenn á fund eða til að vinna ákveðin verkefni eftir þörfum hverju sinni.
  • Ráðið er kosið í október til eins árs í senn.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica