Í morgun buðum við foreldrum og forráðamönnum að koma í morgunkaffi til okkar. Börnin hafa unnið að ýmsum verkefnum undanfarna mánuði og þeim fannst mjög gaman að sýna foreldrum sínum afraksturinn.
Í dag var fagnaðarfundur í umsjá elstu barnanna, við sungum saman og ræddum um nýtt gildi - umburðarlyndi sem við ætlum að fjalla um næstu þrjá mánuði.