Value Based Education

Sími 4415400

Fréttir

Hátíðardagskrá Dags gegn einelti

9.11.2015

Í morgun var haldin hátíð hér í leikskólanum okkar í tilefni af Degi gegn einelti. Elstu börnin buðu gesti velkomna og sungu þrjú lög, Ármann bæjarstjóri setti dagskrána, Margrét Júlía verkefnisstjóri frá Barnaheill og Elísabet leikskólastjóri kynntu Vináttu verkefnið Fri for Mobberi. Þá hélt lIlugi ráðherra ávarp og veitti hvatningarverðlaun Dags gegn einelti. Að þessu sinni hlaut Vinsamlegt samfélag viðurkenningu.

Verkefnið Vinsamlegt samfélag varð til við sameiningu leikskóla, grunnskóla og frístundastarfs í eitt svið; skóla-og frístundasvið Reykjavíkurborgar. Með vinsamlegu samfélagi er átt við samfélag þar sem framkoma allra einkennist af virðingu, samkennd og ábyrgð. Þar er einelti ekki liðið en þegar þörf krefur er tekið skipulega á því í samræmi við eineltisáætlun skólans/frístundamiðstöðvarinnar og stefnu borgarinnar.  Við tókum fullt af myndum sem hægt er að skoða hér. Hér má sjá börnin okkar syngja fyrir gesti.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica