Value Based Education

Sími 4415400

Fréttir

Starfsafmæli og kveðjustund - 14.12.2018

Hún Helga okkar á Hlíð er að láta af störfum núna um áramótin. Helga hefur starfað hjá okkur í 20 ár og komum við til með að sakna hennar mikið. Þær Hrönn og Steinunn á Hjalla eiga starfsafmæli um þessar mundir. Báðar hafa þær starfað hjá okkur í tíu ár. Við þökkum þeim öllum fyrir ánægjulegt samstarf. 

Mosaicd4875101af3433006f6e88e2c762dad25098a1bc

Fagnaðarfundur - 14.12.2018

Í morgun komum við saman á fagnaðarfundi. Kveikt var á þriðja aðventukertinu, sungin jólalög, fagnað afmæli og notið þess að vera saman. Eldri börnin á Brekku flutti kvæðið um jólasveinana fyrir okkur og sýndu okkur myndir af hverju og einum jólasvein. 

Mosaic0ad914d43b82291b9efff42fd267dd8370ccdfc7

Helgileikurinn - 10.12.2018

Elstu börnin fluttu helgileikinn Fyrstu jólin í Hjallakirkju á föstudaginn. Þau sungu eins og englar og það var gaman að sjá hversu margir sáu sér fært að koma og vera með okkur.

IMG_1858

Fagnaðarfundur - 3.12.2018

Við héldum fagnaðarfund í morgun til að fagna 28 ára afmæli leikskólans og fyrsta í aðventu. Börnin lærðu um spádómskertið og notaðir voru risa dublo kubbar til að tákna árin 28.

IMG_1736
Þetta vefsvæði byggir á Eplica