Value Based Education

Sími 4415400

Starfsmannastefna

30.9.2014

Starfsmannastefna

Álfaheiði leggur áherslu á góðan starfsanda og skulu samskipti starfsmanna einkennast af virðingu, umburðarlyndi og jákvæðu viðmóti.

Unnið skal í anda lýðræðis, jafnréttis og fjölmenningar þar sem reynsla og þekking alls starfsfólks fær notið sín.

Samvinna og starfsandi
Árangur, jákvæð samskipti og gæði eru lykilþættir í starfseminni.
Þessir þættir eru samofin ferli, sem þýðir að ekki er nóg að ná tökum á einu þeirra heldur verður að vinna með þau öll. Mikilvægt er að allir starfsmenn hafi lýðræði og jafnréttissjónarmið að leiðarljósi í samskiptum sínum og störfum, bæði gagnvart börnum, foreldrum og samstarfsmönnum. 

Árangur í starfi
Álfaheiði byggir leikskólastarfið á áhugasömu og hæfu starfsfólki sem hefur tækifæri á að rækta þekkingu sína og hæfileika í framsæknu starfsumhverfi.
Forsenda þess að ná árangri er að allir leggi sig fram af heilum hug. Sérhver starfsmaður ber ábyrgð á sjálfum sér, eigin stöðu og þroska. Jákvætt hugarfar, virðing fyrir vinnufélögum og sveigjanleiki í starfi er ávísun á farsæla samvinnu. Með því að starfsmenn rækti sína jákvæðu eiginleika og viðhorf verða þeir góðar fyrirmyndir og mikilvægir kennarar lífsgildanna.

Jákvæð samskipti
Starfsgleði er mikilvægur þáttur í leikskólastarfinu og ánægja og virðing fyrir uppeldisstarfinu með börnunum og samstarfsfélögum er grundvöllur að ánægjulegum samskiptum. Allir eru sameiginlega ábyrgir fyrir góðum starfsanda í leikskólanum.
Ef  starfsmaður vill koma sjónarmiðum sínum á framfæri vegna starfsins, annarra starfsmanna, foreldra eða barna talar viðkomandi við deildarstjóra eða leikskólastjóra. Góður vettvangur til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri er á deildarfundum, á skipulagsdögum og í starfsmannasamtölum.
Einnig er hægt er að leita til trúnaðarmanna. Þeir eru fulltrúar stéttarfélags síns á vinnustaðnum og því talsmenn starfsmanna gagnvart atvinnurekenda. Þeir eru kosnir úr hópi leikskólakennara og starfsmanna Sfk.

Gæði
Gagnkvæm virðing fyrir mismunandi störfum og starfsreglum þarf að ríkja.  Hreinskilni og skýr skilaboð eru nauðsynleg. Skýr verkaskipting og vinnufyrirkomulag eru mikilvæg og að allir fari eftir því sem ákveðið er hverju sinni.
Nauðsynlegt er að samræma starfsaðferðir og fara eftir þeim starfsreglum sem settar eru. Ef breyta þarf starfsaðferðum eða starfsreglum ber að ræða það, á skipulagsdögum eða öðrum fundum, svo hægt sé að taka á málinu í sameiningu. Mjög mikilvægt er að sýna sveigjanleika í starfi. Þrátt fyrir verkaskiptingu og starfsreglur verða starfsmenn alltaf að vera tilbúnir að breyta og sveigja sig að leikskólastarfinu og þörfum barnanna.

Mikilvægt er fyrir starfsmenn að:

- sýna ábyrgð í starfi
- vera stundvís og reglusamur.
- vinna eftir fyrirfram ákveðnum markmiðum.
- vera jákvæður og þar með stuðla að góðum starfsanda.
- sýna samstarfsmönnum og öðrum virðingu í umtali.
- taka ekki undir slæmt umtal.
- vera samvinnuþýður og sýna sveigjanleika í starfi.
- taka leiðbeiningum vel.
- virða mannauð og skoðanir samstarfsmanna.
- koma eigin mannauði og skoðunum á framfæri.
- vera hreinskilin við samstarfsmenn og gefa skýr skilaboð.
- viðurkenna að ágreiningur er eðlilegur og er grundvöllur að betra samstarfi.
- virða þagnarheit.
- sýna  frumkvæði í starfi.
- fylgjast með nýjungum í leikskóla- og uppeldismálum.
- hafa lýðræði og jafnrétti að leiðarljósi.Þetta vefsvæði byggir á Eplica